Artist Talk

Daníel Perez Eðvarðsson býður gesti velkomna í spjall um sýningu hans MAÐURINN SEM SVAF EINS OG FLAMENGÓ DANSARI föstudag 1. mars kl. 16. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

*Vinsamlegast athugið að spjallið verður á ensku.

Á sýningunni er fjallað um hátíðarmenningu. Sýndar eru ljósmyndir frá Andalúsíu á Spáni sem hann tók fyrsta veturinn sem hann var búsettur á Spáni 2021-2022, en Daníel er hálfur Spánverji en ólst upp á Íslandi. Samhliða svarthvítum prentum frá Spáni verða sýndar litmyndir af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem Daníel heimsótti sumarið 2023. Þannig fjallar sýningin um hátíðarmenningu, kaþólikka, annars vegar og Íslendinga, hinsvegar.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur).

Vinsamlegast athugið að boðið verður upp á listamannsspjall á íslensku 13. apríl kl. 14. Lokahóf verður haldið 26. apríl kl. 16.

Viðburðurinn á Facebook https://fb.me/e/7NS3jsuOH

RELATED LOCAL SERVICES