Þjóðminjasafnið – Heilagur Marteinn á Íslandi

Þjóðminjasafnið
Margaret Jean Cormack – Heilagur Marteinn á Íslandi
11. nóvember kl. 14:00

Margaret Jean Cormack talar um dýrkun heilags Marteins á Íslandi, með sérstöku tilliti til Marteinsklæðisins. Marteinsklæðið er í eigu Lourve en er nú á sýningunni Með verkum handanna.

Margaret Jean Cormack prófessor emeritus í trúarbragðafræði við College of Charleston vinnur nú við rannsóknir á miðaldakristni á Íslandi við Stofnun Árna Magnússonar, þar sem hún rannsakar kirkju- og trúarbragðasögu Íslands.

Áhugasöm eru hvött til að mæta á erindið og skoða klæðið en það fer aftur til Lourve í febrúar.

Erindið er hluti af viðmikilli viðburðadagskrá í tengslum við sýninguna Með verkum handanna.
Fram undan til jóla:

  • 11. nóvember: Erindi Margaret Jean Cormack
  • 11. nóvember: Örnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins – UPPSELT.
  • 18. nóvember: Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur
  • 18. nóvember: Örnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins í refilsaum.

Dagskráin hefst aftur á nýju ári með málþingi í janúar.

Sjá alla dagskrána

RELATED LOCAL SERVICES