Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur

Arna Óttarsdóttir innan skamms, aftur
20. október – 26. nóvember 2022
innan skamms, aftur er önnur sýning Örnu Óttarsdóttur í i8 gallerí. Sýningin opnar í dag fimmtudag, 20. október milli 17:00 og 19:00, og stendur til 26. nóvember 2022.

Sýnd verða ný vefnaðarverk eftir Örnu sem hún hefur ofið á vinnustofu sinni undanfarna mánuði. Arna fær innblástur sinn úr minnisbókum sem geyma hversdagslegar hugdettur og teikningar listakonunnar. Með því að umbreyta skissum í vefnað beislar hún líflega og persónulega orku sem skín í gegn í verkunum á sýningunni.

Nýju verkin blanda saman abstrakt og fígúratívum þáttum á sama tíma og þau kanna eðlislæga eiginleika efniviðarins. Í sumum þeirra má sjá hvernig listakonan víkur frá þéttri vefnaðartækni og vefur þræðina lauslega líkt og um teikningu sé að ræða. Mynstur, áferð og litir í veggteppum Örnu eru mismunandi eftir einstökum verkum sem gerir henni kleift að rannsaka þær fagurfræðilegu flækjur sem vefnaður býður upp á.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Árið 2021 voru verk hennar hluti af sýningunni Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld í Listasafni Reykjavíkur og einkasýning hennar Allt er frábært var haldin í Nýlistasafninu í Reykjavík árið 2019. Verk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars á Nordatlantes Brygge í Kaupmannahöfn, Turner Contemporary í Margate, Åplus í Berlín og Cecilia Hillström Gallery í Stokkhólmi.

Frekari upplýsingar veitir Dorothea Olesen Halldórsdóttir, [email protected] eða í síma 551 3666.

Tryggvagata 16 101 Reykjavík

+354 551 3666

[email protected]

i8.is


20. október - 26. nóvember 2022


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Herhusid – Artist in residence

      Herhusid – Artist in residence

      The Herhús, artist-in-residence home and workshop, opened in 2005. Located in the centre of Siglufjordur next to all ser...

      Lóla Florens

      Lóla Florens

      "Það gengur vel" - Íris & Svava -  Verið hjartanlega velkomin í Vefverslun Lunu og Lólu Flórens....

      Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

      Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

      Tíra – Bjargey Ólafsdóttir Bjargey Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í Listasafni Ísafjarðar, S...
      Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur

      Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra

      Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra

      Galdrar, glæpir og glæfrakvendi Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskr...