Hjarta Reykjavíkur

Hjarta Reykjavíkur er lítið fjölskyldu fyrirtæki, stofnað í mars 2019 af Jóhanni Ludwig Torfasyni myndlistarmanni og konu hans Ragnhildi Jóhanns. „Verslunin byrjaði eiginlega með tveimur bókum,“ segir Jóhann en hann hafði gefið út tvær bækur með teikningum af húsum í miðbæ Reykjavíkur, „The Heart of Reykjavík“ og „Kæri Laugavegur“ sem sýnir öll húsin sem standa við þá góðu götu. Svo fengum við þessa klikkuðu hugmynd, að stofna búð utan um bók, en vöruúrvalið hefur síðan aukist jafnt og þétt.

Megnið af vörunum eru hannaðar og framleiddar í versluninni sjálfri, því hún er einnig vinnustofa , prentað á bolla, glasamottur og svo framvegis með aðferð sem kallast upp á ensku Dye Sublimation en vegna þess eru vörur fyrirtækisins ekki fjöldaframleiddar þar sem þær eru langflestar handgerðar á staðnum.

RELATED LOCAL SERVICES