Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn 

tónn d-salaröð

D33 Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn

Miðvikudag 28. mars kl. 17 í D-sal, Hafnarhúsi

Þrítugasti og þriðji listamaðurinn í D-salarröð Listasafns Reykjavíkur er Anna Fríða Jónsdóttir.

Anna Fríða skoðar veröldina í kring um sig eins og úrval af hljóðfærum þar sem ýmislegt er í boði; pákur, píanó, bjöllur og strengir. Hún fangar hljóðbylgjurnar og býr þeim form í verkum sínum. Hún gerist hljómsveitastjóri náttúrunnar þegar hún stendur upp á trjábol og stjórnar skógarsinfóníu, býr til tónlist úr heilabylgjum og reynir að hafa áhrif á þær með rödd sinni, smíðar tónverk úr snörpum vindhviðum og undirtónum öldunnar.

Í verkinu Tónn speglar Anna Fríða hugleiðingar sínar í náttúrunni og gerir tilraun til að hluta niður heildina. Á sýningunni má sjá bæði vídeóverk og skúlptúra.

Fimmtudag 12. apríl kl. 20.00 verður Anna Fríða með leiðsögn um sýninguna.

Sýningarstjóri er Klara Þórhallsdóttir.

Anna Fríða Jónsdóttir (1984) lærði myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk M.A. námi frá Art and Science við The University of Applied Arts í Vín.

Anna Fríða hefur sýnt verk og gjörninga víðsvegar, tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi, í Bandarkjunum og í Evrópu. Meðal nýlegra sýningarverkefna má nefna einkasýningu í Laugalækjagallerý (2016), opnunargjörning á sýningunni Ríki: Flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur (2016) og einnig tók hún þátt í samsýningunni The Silver Lining fyrir hönd Liechtenstein á Feneyjatvíæringnum árið 2015. Anna Fríða býr og starfar í Reykjavík.

Í D-sal Hafnarhússins eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Á árinu 2018 eru áætlaðar alls fjórar sýningar í sýningaröðinni.

Related Articles

  Gunnlaugur Scheving

  Gunnlaugur Scheving

  Gunnlaugur Scheving er einn helsti listamaður íslensku þjóðarinnar sem ruddi brautina fyrir ný viðhorf til myndlistar á ...
  Hádegistónleikar með Dóru Steinunni

  Dóra Steinunn Ármannsdóttir

  Dóra Steinunn Ármannsdóttir

  Þriðjudaginn 10 apríl kl.12 kemur söngkonan Dóra Steinunn Ármannsdóttir fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegis...
  List í ljósi, verk á Safnanótt

  Safnanótt í Þjóðminjasafni og Safnahúsinu Hverfisgötu

  Safnanótt í Þjóðminjasafni og Safnahúsinu Hverfisgötu

  Safnanótt hefur verið árlegur viðburður á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2002. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að ...
  Rölt í Reykjavik

  Rölt í Reykjavík

  Rölt í Reykjavík

  Kvöldganga 18. júlí kl. 20  „Rölt í Reykjavík“ er yfirskrift kvöldgöngu sem Borgasögusafn stendur fyrir fimmtudaginn 18...


Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17 D-salur 101 Reykjavík

+354 411 6400

[email protected]

listasafnreykjavikur.is


28. mars 2018 kl. 17:00


CATEGORIES
NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland