Sólveig Dagmar Þórisdóttir

MÁLVERKASÝNINGIN „RÓ í NÁTTÚRUNNI“, er sölusýning sem er haldin 17-28 september, 2021 í „Mjólkurbúðinni“, sal Myndlistarfélags Akureyrar, að Kaupvangsstræti 12. Opið er frá 15 til 18 alla virka dagana og um helgar frá 14.-17. Sýningaropnun verður kl. 17-18, föstudaginn 17. september, 2021. Allir eru velkomnir.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir hefur verið starfandi listamaður að Korpúlfsstöðum í Reykjavík frá árinu 2007 til 2020. Hún á langan starfsferil að baki sem myndlistarmaður, grafískur hönnuður og hagnýtur menningarmiðlari. Einnig starfað við ökuleiðsögn ferðamanna í yfir tvo áratugi fyrir stærstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands. Hún er jafnframt eigandi Create Iceland – Travel ehf.
Myndlistarmaðurinn tengir listsköpun sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á staðnum á ferðalögum sínum. Þannig miðlar hún myndlist sinni á áhrifaríkan hátt og sýnir sig jafnframt í vídeóverki við undirbúning málverka sinna. Þannig vill hún sýna hve nærandi það er að vinna í ró og flæði úti, með sér á staðnum. „Allir geta málað úti í ró á staðnum“. Sólveig Dagmar hefur ferðast víða um Ísland og einnig til Tenerife, til að vinna málverkin sem sýnd eru. Málverkin á sýningunni eru flest unnin síðastliðin þrjú ár.
Sólveig Dagmar kennir einnig hugmyndavinnu ferðaþjónustuaðilum, sem dæmi Strandamönnum og Vestfirðingum árið 2011 í Grunnskólanum á Hólmavík. Þannig styður Sólveig við mennta-og menningartengda ferðaþjónustu með þekkingu fyrir alla þá sem þurfa. Mjög mikilvægt er listamanninum, að kenna einstaklingnum að skapa með list sinni, í ró úti í „Listasalnum náttúrunni“. Málverkin eru þannig uppspretta af mikilli vinnu myndlistamannsins með það í huga að fá innsýn í hugarheim, þroska og dýpt, sem einstaklingurinn þroskar með sér úti. Málverkin eru þannig unnin í því flæði og eru afrakstur af ferðalögum hennar víða. Nú hefur hún einnig hafið kennslu í teikningu og málun. Sólveig Dagmar var gestalistamaður Hveragerðisbæjar í listhúsi þeirra „Varmahlíð“ í júnímánuðunum árin 2009 og 2021.
VERK Í OPINBERRI EIGU OG EINKA EIGU: Hveragerðisbær; „Óstjórnlegur kraftur jarðarinnar“, 2021 / Einar Sigurðsson; „Kanna að Eiðum í Kolgrafarfirði“, 2021 / Stefán Arngrímsson; „Herðubreið“, 2021 / Þórir Örn Sigurðsson; „Vesturhorn og Brunnhorn við Stokksnes“, 2021 / Kristinn Þór Sigurðsson; „Stuðlagil“, 2021 / Margrét Þórisdóttir; „Helgafell í von að vori“, 2020 / Guðríður Magnúsdóttir; „Burstafell“, 2020 / Fanndís Halla Steinsdóttir, „Flæði blárra blóma“, 2019 / Guðmundur R. Guðmundsson; „Hraundrangar á Jónsmessunótt“, 2019 / Steinunn Hilmarsdóttir og Sigurður Guðmundsson; „Haust á Þingvöllum; 2016 / Hveragerðisbær; „Drengur við lestur“; 2009 / Ragnar Björnsson; „Þrjú haust“, 2016, „Hekla“ 2015, „Haust“ 2007 / Jónatansson og co. lögfræðistofa ehf.; „Svínafellsjökull“, 2012 / Ágúst Jóhannesson, KPMG; „Eyjafjallajökull“, 2011 / Óskar Sigurðsson; „Án titils“, 2008. / Jónína Hjördís Gunnarsdóttir; „Án titils“, 2007 / Dögg Pálsdóttir; „Hringrás“ 2005.
STYRKIR OG VIÐURKENNNGAR: Menntamálaráðuneytið árið 2008: sýningarstyrkur vegna sýningarinnar „För hersins“, sem sýnd var í Landsbókasafni Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu. Einnig var sú sýning í Duus-húsum í Reykjanesbæ árið 2007 og hlaut sýningarstyrk frá bænum.
MENNTUN: 2006-2008: Háskóli Íslands, The University of Iceland, MA hagnýt menningarmiðlun – MA Cultus Communication. 1996-2000: Listaháskóli Íslands, BA grafísk hönnun – BA Baccalaureus Artuium. 1994-1995 Leiðsögumannaskólinn MK; leiðsögn og ökuleiðsögn – professional driver guide in Iceland. 1990 -1992 Myndlistaskólinn í Reykjavík – Art school of Reykjavík; módelteikning og listmálun – drawing, model, painting. 1989-1990 Iðnskólinn í Reykjavík; tækniteiknun – Tecknical College, school of industri, Reykjavík, tecknical drawing.
EINKASÝNINGAR: „Mjólkurbúðin“, Listagilinu Akureyri, salur Myndlistafélags Akureyrar, 2021 – Korpúlfsstaðir, Art center 2012, 2011 2009 – Djúpið yfirlitssýning, Saltfisksetrið Grindavík, 2009 – Landsbókasafni Háskólabókasafn Þjóðarbókhlaða, The National Library of Iceland, Reykjavík. För hersins, 2008 – Kröftug Korpumenning, aðalbygging Háskóla Íslands, 2008 – Ljósmynda-og gjörningarsýning, För hersins einnig sýnd í Duus-húsum, Reykjanesbæ, 2008 – Vatn í sjálfu sér, Listaháskóli Íslands, Iceland Academy of Art, 2000 – Guð er hringur, Búnaðarbankinn Hlemmi, 1999.
SAMSÝNINGAR: Art Messe Hlöðuloftinu Korpúlfsstöðum, 2019 – Korpúlfsstaðir Art center, Eilífðar smáblóm, 2015, vorsýning, 2015, Birta, 2010, Rauður, 2009, Upphaf, 2008 – Skógarsafn, Eyjafjallajökull, 2011 – Þjóðminjasafn Íslands, The National Museum, Lífshlaup Péturs Jónssonar, 2008.
UMFJÖLLUN: 2021 https://www.hveragerdi.is/…/ostjornlegur-kraftur…/2…
2021 https://aevar.is/?p=18682
2021 https://sim.is/varmahlid-listhus-hveragerdis…/
2020 https://www.facebook.com/watch/?v=708519883030427
2020 https://www.facebook.com/daleidslumedferdin/videos/363230631735642/
2009 https://www.vf.is/…/solveig-dagmar-synir-djupid-i...
2008 https://timarit.is/page/6326703#page/n47/mode/2up
2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1198676/
2008 https://timarit.is/page/4186394#page/n17/mode/2up
2008 https://www.mbl.is/myndasafn/mynd/197761/
2008 https://sofn.reykjanesbaer.is/…/Skjol/arskyrslabyr2008.pdf
2008 http://wayback.vefsafn.is/…/album/slides/IMG_7489.html
2015-2021 Create Iceland travel ehf., framkvæmdastjóri, myndlistarmaður, hagnýtur menningarmiðlari og grafískur hönnuður – 2009-2015 ökuleiðsögumaður, driver guide, Grayline Iceland allt árið – 2009-2011 stjórnarseta Kjósastofu og hugmyndavinna – 2002-2015 Auglýsingastofa Íslands ehf., framkvæmdatjórn og grafískur hönnuður – 2000-2002 Auglýsingastofan Hausverk, núverandi nafn Pipar, grafísk hönnun og verkefnastjórnun – 1996-2007 stjórnarseta í menningarmálanefnd stjórnmálaflokksins.
Aðild að félögum:
SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna – Samtök hönnuða – Form Ísland –
Nordiska Akvarellsällskapet Danmörku
Að lokum má sjá heimasíðu listamannsins hér að neðan:
Viðburðasíðu listamannsins:

Related Articles

  GJÖFIN FRÁ AMY ENGILBERTS

  GJÖFIN FRÁ AMY ENGILBERTS

  Mynd: Hulda Vilhjálmsdóttir, Kona í fullri reisn, 2001.   GJÖFIN FRÁ AMY ENGILBERTS Sýning á verkum samtím...

  VITUND OG NÁTTÚRA

  VITUND OG NÁTTÚRA

  Í SÍKVIKRI MÓTUN: VITUND OG NÁTTÚRA Flótandi samleiki, náttúra í broyting Opnun 17. apríl 2021. Opið verður samkvæ...
  Uppruni Lopapeysunnar

  Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar

  Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar

  Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands   ...

  Karólína Lárusdóttir

  Karólína Lárusdóttir

  Karólína Lárusdóttir Karólína Lárusdóttir Roberts (fædd 1944) er íslenskur myndlistamaður sem er þekkt fyrir myndir sín...


Kaupvangsstræti 12 600 Akureyri

8630360

[email protected]

arkiv.is/artist/610


17. september, 2021


CATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland