Sólveig Dagmar Þórisdóttir

MÁLVERKASÝNINGIN „RÓ í NÁTTÚRUNNI“, er sölusýning sem er haldin 17-28 september, 2021 í „Mjólkurbúðinni“, sal Myndlistarfélags Akureyrar, að Kaupvangsstræti 12. Opið er frá 15 til 18 alla virka dagana og um helgar frá 14.-17. Sýningaropnun verður kl. 17-18, föstudaginn 17. september, 2021. Allir eru velkomnir.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir hefur verið starfandi listamaður að Korpúlfsstöðum í Reykjavík frá árinu 2007 til 2020. Hún á langan starfsferil að baki sem myndlistarmaður, grafískur hönnuður og hagnýtur menningarmiðlari. Einnig starfað við ökuleiðsögn ferðamanna í yfir tvo áratugi fyrir stærstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands. Hún er jafnframt eigandi Create Iceland – Travel ehf.
Myndlistarmaðurinn tengir listsköpun sína við sköpunarkraft í ró og flæði í náttúrunni og málar oftast á staðnum á ferðalögum sínum. Þannig miðlar hún myndlist sinni á áhrifaríkan hátt og sýnir sig jafnframt í vídeóverki við undirbúning málverka sinna. Þannig vill hún sýna hve nærandi það er að vinna í ró og flæði úti, með sér á staðnum. „Allir geta málað úti í ró á staðnum“. Sólveig Dagmar hefur ferðast víða um Ísland og einnig til Tenerife, til að vinna málverkin sem sýnd eru. Málverkin á sýningunni eru flest unnin síðastliðin þrjú ár.
Sólveig Dagmar kennir einnig hugmyndavinnu ferðaþjónustuaðilum, sem dæmi Strandamönnum og Vestfirðingum árið 2011 í Grunnskólanum á Hólmavík. Þannig styður Sólveig við mennta-og menningartengda ferðaþjónustu með þekkingu fyrir alla þá sem þurfa. Mjög mikilvægt er listamanninum, að kenna einstaklingnum að skapa með list sinni, í ró úti í „Listasalnum náttúrunni“. Málverkin eru þannig uppspretta af mikilli vinnu myndlistamannsins með það í huga að fá innsýn í hugarheim, þroska og dýpt, sem einstaklingurinn þroskar með sér úti. Málverkin eru þannig unnin í því flæði og eru afrakstur af ferðalögum hennar víða. Nú hefur hún einnig hafið kennslu í teikningu og málun. Sólveig Dagmar var gestalistamaður Hveragerðisbæjar í listhúsi þeirra „Varmahlíð“ í júnímánuðunum árin 2009 og 2021.
VERK Í OPINBERRI EIGU OG EINKA EIGU: Hveragerðisbær; „Óstjórnlegur kraftur jarðarinnar“, 2021 / Einar Sigurðsson; „Kanna að Eiðum í Kolgrafarfirði“, 2021 / Stefán Arngrímsson; „Herðubreið“, 2021 / Þórir Örn Sigurðsson; „Vesturhorn og Brunnhorn við Stokksnes“, 2021 / Kristinn Þór Sigurðsson; „Stuðlagil“, 2021 / Margrét Þórisdóttir; „Helgafell í von að vori“, 2020 / Guðríður Magnúsdóttir; „Burstafell“, 2020 / Fanndís Halla Steinsdóttir, „Flæði blárra blóma“, 2019 / Guðmundur R. Guðmundsson; „Hraundrangar á Jónsmessunótt“, 2019 / Steinunn Hilmarsdóttir og Sigurður Guðmundsson; „Haust á Þingvöllum; 2016 / Hveragerðisbær; „Drengur við lestur“; 2009 / Ragnar Björnsson; „Þrjú haust“, 2016, „Hekla“ 2015, „Haust“ 2007 / Jónatansson og co. lögfræðistofa ehf.; „Svínafellsjökull“, 2012 / Ágúst Jóhannesson, KPMG; „Eyjafjallajökull“, 2011 / Óskar Sigurðsson; „Án titils“, 2008. / Jónína Hjördís Gunnarsdóttir; „Án titils“, 2007 / Dögg Pálsdóttir; „Hringrás“ 2005.
STYRKIR OG VIÐURKENNNGAR: Menntamálaráðuneytið árið 2008: sýningarstyrkur vegna sýningarinnar „För hersins“, sem sýnd var í Landsbókasafni Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu. Einnig var sú sýning í Duus-húsum í Reykjanesbæ árið 2007 og hlaut sýningarstyrk frá bænum.
MENNTUN: 2006-2008: Háskóli Íslands, The University of Iceland, MA hagnýt menningarmiðlun – MA Cultus Communication. 1996-2000: Listaháskóli Íslands, BA grafísk hönnun – BA Baccalaureus Artuium. 1994-1995 Leiðsögumannaskólinn MK; leiðsögn og ökuleiðsögn – professional driver guide in Iceland. 1990 -1992 Myndlistaskólinn í Reykjavík – Art school of Reykjavík; módelteikning og listmálun – drawing, model, painting. 1989-1990 Iðnskólinn í Reykjavík; tækniteiknun – Tecknical College, school of industri, Reykjavík, tecknical drawing.
EINKASÝNINGAR: „Mjólkurbúðin“, Listagilinu Akureyri, salur Myndlistafélags Akureyrar, 2021 – Korpúlfsstaðir, Art center 2012, 2011 2009 – Djúpið yfirlitssýning, Saltfisksetrið Grindavík, 2009 – Landsbókasafni Háskólabókasafn Þjóðarbókhlaða, The National Library of Iceland, Reykjavík. För hersins, 2008 – Kröftug Korpumenning, aðalbygging Háskóla Íslands, 2008 – Ljósmynda-og gjörningarsýning, För hersins einnig sýnd í Duus-húsum, Reykjanesbæ, 2008 – Vatn í sjálfu sér, Listaháskóli Íslands, Iceland Academy of Art, 2000 – Guð er hringur, Búnaðarbankinn Hlemmi, 1999.
SAMSÝNINGAR: Art Messe Hlöðuloftinu Korpúlfsstöðum, 2019 – Korpúlfsstaðir Art center, Eilífðar smáblóm, 2015, vorsýning, 2015, Birta, 2010, Rauður, 2009, Upphaf, 2008 – Skógarsafn, Eyjafjallajökull, 2011 – Þjóðminjasafn Íslands, The National Museum, Lífshlaup Péturs Jónssonar, 2008.
UMFJÖLLUN: 2021 https://www.hveragerdi.is/…/ostjornlegur-kraftur…/2…
2021 https://aevar.is/?p=18682
2021 https://sim.is/varmahlid-listhus-hveragerdis…/
2020 https://www.facebook.com/watch/?v=708519883030427
2020 https://www.facebook.com/daleidslumedferdin/videos/363230631735642/
2009 https://www.vf.is/…/solveig-dagmar-synir-djupid-i...
2008 https://timarit.is/page/6326703#page/n47/mode/2up
2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1198676/
2008 https://timarit.is/page/4186394#page/n17/mode/2up
2008 https://www.mbl.is/myndasafn/mynd/197761/
2008 https://sofn.reykjanesbaer.is/…/Skjol/arskyrslabyr2008.pdf
2008 http://wayback.vefsafn.is/…/album/slides/IMG_7489.html
2015-2021 Create Iceland travel ehf., framkvæmdastjóri, myndlistarmaður, hagnýtur menningarmiðlari og grafískur hönnuður – 2009-2015 ökuleiðsögumaður, driver guide, Grayline Iceland allt árið – 2009-2011 stjórnarseta Kjósastofu og hugmyndavinna – 2002-2015 Auglýsingastofa Íslands ehf., framkvæmdatjórn og grafískur hönnuður – 2000-2002 Auglýsingastofan Hausverk, núverandi nafn Pipar, grafísk hönnun og verkefnastjórnun – 1996-2007 stjórnarseta í menningarmálanefnd stjórnmálaflokksins.
Aðild að félögum:
SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna – Samtök hönnuða – Form Ísland –
Nordiska Akvarellsällskapet Danmörku
Að lokum má sjá heimasíðu listamannsins hér að neðan:
Viðburðasíðu listamannsins:

RELATED LOCAL SERVICES