Snorri Ásmundsson

Snorri Ásmundsson
Franskar á milli
06.06.20 – 29.11.20

Snorri Ásmundsson hefur stundum verið kallaður „óþekka barnið“ í íslenskri myndlist. Hann vinnur gjarnan með samfélagsleg „tabú“ eins og pólitík og trúarbrögð og hafa gjörningar hans löngum hreyft við samfélaginu. Snorri ögrar félagslegum gildum og skoðar takmörk náungans og sín eigin, en fylgist jafnframt grannt með viðbrögðum áhorfandans. „Stundum er sagt við mig að ég sé „sósíal skúlptúr“. Ég skil fullyrðinguna mætavel því mörg verka minna eru speglun eða framlenging á þankagangi mínum og vangaveltum. Málverkið hefur skipað stóran sess í minni sköpun og fyrsta myndlistarsýningin sem ég hélt 1996 var málverkasýning. Þó ég sé kunnastur fyrir gjörningana mína er það málverkið sem er ódauðlegt og brauðfæðir mig. Það er æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi og í hópi fimm bestu málara í heiminum í dag.“

Snorri Ásmundsson flutti aftur til Akureyrar 2017, þar sem hann er fæddur og uppalinn, eftir að hafa dvalið og sinnt listsköpun til lengri í tíma í París, Vín, Mexíkó og Los Angeles.

Related Articles

  Þórður Hall

  Þórður Hall

  Þórður Hall stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi og Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Hann var deild...

  Leikum að list: Bakpokaleiðangur

  Leikum að list: Bakpokaleiðangur

  Leikum að list: Bakpokaleiðangur með leikjum fyrir fjölskyldur Laugardag 12. júní kl. 11.00 á Kjarvalsstöðum Fjölskyl...

  Samfélag skynjandi vera

  Samfélag skynjandi vera

  Samfélag skynjandi vera – spjall með listamönnum og sýningarstjóra Laugardaginn 2. október kl. 14   Laugarda...

  Staldrað við verk Bryndísar G. Björgvinsdóttur

  Staldrað við verk Bryndísar G. Björgvinsdóttur

  Staldrað við - sýning á verkum Bryndísar G. Björgvinsdóttur Föstudaginn 29. janúar 2021 kl. 16 verður opnuð sýning á ve...


Kaupvangsstæti 8 600 Akureyri

461 2610

[email protected]

listak.is


06.06.20 – 29.11.20


CATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland