HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER

 

HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER / Hvernig ég komst í sprengjubyrgið er þverfagleg sýning sjö úkraínskra listamanna í Norræna húsinu, sýningarstjóri er Yulia Sapiha. Í sýningunni kafa listamennirnir djúpt ofan í eigin reynslu af innrás Rússa í Úkraínu, þrána eftir friðsælu lífi, leiðirnar til þess að þrauka af og vonina um framtíðina.  

Sýningin leitast við að sýna reynsluheim þessara listamanna sem horfst hafa í augu við stríðið. Stríðstímar snúast um hörku, hatur og ótta en í þeim birtist einnig gegndarlaust hugrekki, samkennd og kærleikur, sem fyrir mörgum varð að þeirra „sprengjuskýli“. Í kjölfarið gætum við spurt: Hverjar voru leiðirnar að persónulegu skýli listamannanna?

Verkin skoða þessi viðfangsefni í nokkrum víddum, með því að búa til samtal milli hins nýja veruleika í Úkraínu og reynslunnar sem upp úr honum spratt. Áhorfandinn er dreginn inn í sögu Úkraínu sem opnar fyrir honum þessa upplifun af fyrir og eftir. Eftir stendur spurningin: Hvað verður eftir til þess að endurbyggja og endurskapa þegar stríðinu lýkur? Hvernig er hægt að finna frið á þessum erfiðu tímum og halda voninni um framtíðina lifandi?

 

Myndlistarmenn sýningarinnar eru:

Kinder Album (b. 1982)
Mykhaylo Barabash (b. 1980)
Jaroslav Kostenko (b. 1989)
Sergiy Petlyuk (b. 1981)
Elena Subach (b. 1980)
Art Group Sviter (b. 1982)
Maxim Finogeev (b. 1989)

Sýningarstjóri: Yuliia Sapiga

Sæmundargata 11 102 Reykjavík

+354 551 703

[email protected]

nordichouse.is


04.02- 14.05.2023


CATEGORIESNEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles