Norræna Húsið – Strengjavera

Strengjavera er innsetning þar sem sjá má kraftmikinn og síbreytilegan hljóðheim endurspegla margbreytileika og fegurð í náttúrunni. Hún er nefnilega kerfi sem stjórnar sér sjálft, eða lífgervigreindarforrit (ens. artificial life program).

Hér hefur Strengjavera tekið yfir flygil Norræna hússins. Áhorfendur fá að sjá óútreiknanleg og dáleiðandi mynstur sem myndast þegar strengir píanósins byrja að titra fyrir tilstilli rafsegla sem Strengjaveran stjórnar. Hún sýnir okkur eftirlíkingar úr lífhermi (ens. biomimetic simulations) og spilar útkomuna á flygilinn jafnóðum.

Tölvukerfi sem stjórna sér sjálf, eins og Strengjaveran, hafa ýmsa möguleika til að aðlagast og þróast í rauntíma og það er einmitt það sem við fáum að sjá með innsetningunni og sömuleiðis heyra í fallegum hljómi píanósins sem hér er notað á nýstárlegan hátt. Með því að má út mörkin milli tækni og náttúru hvetur Strengjavera áhorfendur til að velta fyrir sér sambandinu milli mannlegs sjálfræðis og tölvukerfa sem stjórna sér sjálf.

Opnunartímar sýningar:
Laugardagur 9. Desember, 14:00 -19:00 (stutt listamannaspkall kl. 4pm)
Sunnudagur 10. Desember, 14:00 – 17:00
Aðgengi: Aðgengi í Elissu sal er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.

RELATED LOCAL SERVICES