RYKI DUSTAÐ AF LEYNDARMÁLI

VIÐBURÐUR á Fimmtudag (30,nóv) og Föstudag (1.des)!

LEYNDARMÁL með GRAFÍK (Myndir í viðhengi).

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar „Leyndarmál“ með hljómsveitinni Grafik verða haldnir stórtónleikar í Bæjarbíó, Hafnarfirði 30. nóvember n.k. og á Græna Hattinum, Akureyri 1. des.

Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar og var hljómplatan „Leyndarmál“  enn ein skraufjöðurin í hatt hennar enda fékk platan feikna góða dóma og einstakar viðtökur og þá sérstaklega lögin Presley og Prinsessan. Upptökur á plötunni hófust í október 1986 eftir mannabreytingar en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987 og kom platan út 5. nóvember það ár.

Þegar hér var komið við sögu skipuðu hljómsveitina þau Andrea Gylfadóttir söngkona, Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari; Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari. Grafík kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi þannig að hér er um einstakan viðburð að ræða.

 

Á tónleikunum mun Egill Örn Rafnsson fylla skarð föður síns sem lést árið 2004.

Andrea nam sellóleik í Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Garðabæjar og einnig í einkatímum. Hún stundaði söngnám í Söngskóla Reykjavíkur á árunum 1985 til 1987 og tók þaðan burtfararpróf árið 1987. Andrea hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem ein frambærilegasta söngkona okkar íslendinga og skipta plöturnar sem hún hefur sungið inná tugum, hvort heldur sem einstaklingur undir eigin nafni eða með þeim hljómsveitum sem hún hefur starfað með, en þær eru ornar nokkrarí gegnum tíðina eins og:

 

*   Grafík

*   Vinir Dóra

*   Blúsmenn Andreu

*   Borgardætur

*   Todmobile

*   Tweety

*   og ýmsar jazzhljómsveitir.

 

Þá hefur Andrea tekið að sér ýmis önnur tónlistartengd verk t.d. sá hún um tónlist í uppfærslu Þjóðleikhússins á Kirkjugarðsklúbbnum. Komið fram og leikið í ýmsum söng og leikuppfærslum eins og Ávaxtakörfunni.Andrea var kjörin textahöfundur ársins í Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árin 1993 og 1994. Hún var einnig tilnefnd sem textahöfundur ársins fyrir árið 1996 og sem söngkona ársins flest þau ár sem verðlaunin hafa verið afhent.

 

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Sigurður Árni Sigurðsson

   Sigurður Árni Sigurðsson

     Leiðsögn listamanns: ÓraVídd Sunnudag 14. febrúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum Við endurtökum leiðsögn Sig...

   Ógnvaldarnir / Men of Terror

   Ógnvaldarnir / Men of Terror

   Laugardaginn 21. ágúst kl. 14 ræða Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarson við gesti Þjóðminjasafnsins um rannsóknir ...

   Svarthvítt

   Svarthvítt

   Svarthvítt 02.06.2022 - 11.09.2022 Salir 01 02 03 04 05 Andstæður og ólíkir hlutir, viðhorf og sjónarhorn. Það se...

   Mens et Manus

   Mens et Manus

     Mynd:: Georg Óskar. I forced my drowsy eyes open to find myself on the back of a massive dragon, 2022. Courtes...