Anna Gulla og Harper

H A G E  er samstarf Harpers & Önnu Gullu Eggertsdóttur.

Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust við nám og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.

Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu úr nærumhverfi sínu.

Í Hönnunarsafni Íslands munu þau vinna að hattagerð með nýmóðins og hefðbundnum handverksaðferðum í bland. Í hattana nota þau m.a. strá, leður og filt og móta efnin með gufu og trémótum.

 

Hægt verður að fylgjast með spennandi hattagerð í anddyri safnsins út nóvember.

Garðatorg 1 , 210 Garðabær

512 1525

[email protected]

honnunarsafn.is


15/09/22 - 23/12/22


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

      Tíunda Sequences myndlistarhátiðin

        Kominn tími til - Tíunda Sequences myndlistarhátiðin Tíunda Sequences myndlistarhátiðin verður sett í d...

      Hádegistónleikar í Hafnarborg – Ingveldur Ýr

      Hádegistónleikar í Hafnarborg – Ingveldur Ýr

      Hádegistónleikar í Hafnarborg – Ingveldur Ýr Þriðjudaginn 6. apríl kl. 12 Þriðjudaginn 6. apríl kl. 12:00 kl. 12...

      VITUND OG NÁTTÚRA

      VITUND OG NÁTTÚRA

      Í SÍKVIKRI MÓTUN: VITUND OG NÁTTÚRA Flótandi samleiki, náttúra í broyting Opnun 17. apríl 2021. Opið verður samkvæ...

      Hulda HreinDal Sigurðardóttir

      Hulda HreinDal Sigurðardóttir

      Hulda HreinDal Sigurðardóttir er listamaður febrúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar og verður sýning hennar, "Allt á Huldu...