Harry Bilson á Gallerí Fold

 

Gallerí Fold kynnir einkasýningu Harry Bilson í Gallerí Fold, sýningartímabil  17. apríl – 2. maí.

Fyrir um 25 árum steig Harry Bilson fyrst fæti inn í Gallerí Fold og upphófst þá farsælt samstarf enda hafa landsmenn kunnað að meta verkin hans öll þessi ár. Í tilefni þess blásum við til sýningar þar sem sjá má bæði ný verk eftir hann en einnig úrval verka frá fyrri árum svo gestir fá gott yfirlit yfir þróun verka hans.

Ísland er kjörinn staður til sköpunar þar sem margbrotið landslag og sérkennileg menning veita endalausan innblástur. Náttúruundur, svo sem virk eldfjöll, spúandi hverir og tignarlegir jöklar, eru meðal þeirra yrkisefna hafa ratað á strigann í sköpunarverkum listamannsins í gegnum árin.

Haraldur Bilson fæddist í Reykjavík árið 1948 en fluttist til Bretlands á unga aldri. Móðir hans var íslensk en faðir hans breskur. Harry, eins og hann er kallaður, byrjaði snemma að mála og var hann skapandi sem barn. Hæfileikar hans voru viðurkenndir strax í æsku og þegar hann var sex ára sigraði hann alþjóðlega sýningu á barnalist í Prag. Aðeins 19 ára gamall var hann orðin listmálari í fullu starfi og hefur hann málað allar götur síðan og er hvergi hættur. Hann er að mestu sjálfmenntaður í listinni og er knúinn áfram á eldmóði og innblæstri úr nærumhverfi sínu hverju sinni og fólki sem hann hefur umgengist í gegnum árin.

Harry er heimshornaflakkari sem dvalist hefur víða um heim við listsköpun sína, það má með sanni segja að hann sé alþjóðlegur málari. Hann leggur þó ávallt áherslu á íslenskar rætur sínar og hefur kallað Ísland heimili sitt síðustu tvo áratugina.

Sýningin er opin til 2. maí og er opin á opnunartíma Gallerísins. Vegna takmarkana á Covid-19 minnum við alla á að grímur eru skyldubundnar inni í galleríinu og gestir verða alltaf að vera metri frá hvor öðrum.

Skoða sýninguna

 

Related Articles

  Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

  Jana Birta Björnsdóttir – Meira en þúsund orð

  Verið velkomin á opnun sýningarinnar Meira en þúsund orð sem er sýning á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur og er hluti af l...

  Håkan Groop í Litla Gallerý

  Håkan Groop í Litla Gallerý

  Håkan Groop í Litla Gallerý Dagana 5. - 7. ágúst n.k. verður sænski listamaðurinn Håkan Groop með sýningu í Litla Galle...

  Jóhann Briem 1907- 1991

  Jóhann Briem 1907- 1991

  Jóhann Briem Jóhann fæddist að Stóra Núpi í Gnúpverjahrepp. Stundaði hann listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróðu...

  Ásgerður Búadóttir 1920-2014

  Ásgerður Búadóttir 1920-2014

  Ásgerður Búadóttir 1920-2014 Ásgerður Ester Búadóttir (4. desember 1920 – 19. maí 2014) var frumkvöðull nútíma veflis...


Rauðarárstígur 12-14 105 Reykjavik

551-0400

[email protected]

myndlist.is


17. apríl - 2. maí.


CATEGORIES
code code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland