Bókatíðindi 2015

Bókatíðindi 2015 sjá meira hér

Kæru bókaunnendur,
Enn á ný birtast Bókatíðindi ársins, að venju sneisafull af áhugaverðum bókum af öllum stærðum og gerðum. Í mínum huga er ljóst að hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Bókaútgáfa stendur að ýmsu leyti á tímamótum og má sjá merki þess hér, því á árinu kemur út fjöldi raf­ og hljóðbóka af ýmsu tagi. Eftir sem áður eru þó mikill meirihluti útgefinna bóka prentaður, og verður eflaust svo um fyrirsjáanlega framtíð,þó svo bæði raf­ og hljóðbækur verði fyrirferðameiri er fram í sækir.Í heildina eru skráðar hátt í 800 bækur, sem koma út á árinu. Það er nokkur fjölgun frá síðasta ári og sérstaklega er ánægjulegt að sjá verulega fjölgun í flokki bóka fyrir ungmenni, en í þeim flokki er aukningin yfir 60% milli ára. Eins er gleðilegt að sjá að enn fjölgar útgefnum barnabókum,sem eru í ár liðlega 200. Barnabókaútgáfa á Íslandi hefur verið með miklumblóma á undanförnum árum og sá markaður farið stækkandi, sem er góðs viti fyrir þann örmarkað sem íslenskir bókaútgefendur starfa á. Í raun má segja að um kraftaverkamarkað sé að ræða, þegar litið er til þess mikla fjölda bókatitla sem gefnir eru út á ári hverju. Og það eigum við ykkur bókaunnendum allt að þakka. Að út komi hátt í 800 nýjar bækur á árinu ber vitni óbilandi trú útgefenda og rithöfunda, enda lítum við á okkur sem bókaþjóð.Það er ekki sjálfgefið að starfrækja jafn öflugan bókamarkað og þessi Bókatíðindi vitna um á jafn litlu málsvæði og því íslenska, og einn hornsteina hans er hið svokallaða jólabókaflóð sem nú er skollið á af fullum þunga. Bókaútgefendur horfa á törnina framundan fullir af bjartsýni. Íslendingar vilja helst bækur í jólagjafir, og ljóst að úrvalið í ár er með glæsilegra móti, þannig að bókafólk á öllum aldri á von á góðum glaðningi. Í ár höldum við áfram að laga útlit Bókatíðindanna til þess að gera þau enn aðgengilegri lesendum. Við vonum að nýja útlitið eigi eftir að falla vel í kramið.
Gleðileg bókajól!
Egill Örn Jóhannsson
Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

 

Bókatíðindi 2015  sjá meira og fletta hér

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles