Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý

Dagana 30. júní – 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Dualis Arcana og tekið úr latínu og merkir tvíþætt leyndarmál.
Nánar:
Myrk málverk sem sýna hyldýpi mannlegrar meðvitundar og ljósmyndir þar sem draumar og blekkingar flæða saman. Ljósmyndirnar sýna undirmeðvitund okkar og uppspunnið sakleysi, þær standa andspænis málverkunum sem tákna innri heim einstaklinga.
Sama minnið tjáð á mismunandi vegu, afhjúpar guðdómleika eða hulda leyndardóma sálarinnar. Annars vegar einblínum við á áhrif tálvillandi sakleysis, falsks stórfengleika, göfugs og broslegs alvarleika. Hinsvegar tjáum við þær hugmyndir og bældu tilfinningar sem ekki er hægt að tjá öðruvísi en gegnum myndir og liti.
Að leyfa hendinni að tjá sig eftir að hafa vaknað upp af allsgáðri dáleiðslu þá öðlast hún sjálfstætt líf. Skýrar línur málverkanna senda dulin skilaboð til þess sem á þau horfir. Stormur tilfinninga og innri hávaða rís upp á yfirborð pappírsins.
Skýr skilaboð eru ennþá túlkuð á ólíkan hátt af ólíku fólki. Markmið málverkana er að áhorfandinn íhugi á meðan og hann starir. Að hann sjái fegurð í því dularfulla, í myrkri jafnt sem ljósi, í dýpstu kimum hugans sem margir óttast. Djúp hugans sem fáir hafa þorað að rannsaka og færri komist þaðan með skilaboð til umheimsins. Þörf mannsins til að sjá og sækjast eftir því sem augun ekki grípa.
Ljósmyndirnar fjalla um lítinn hluta dularfullrar endurspeglunar okkar sjálfs, líkt og málverkin gera á sinn hátt. Um hversu umvafin sakleysi við erum. Við erum staðráðin í að breyta trú okkar á eigin þroska. Skaðlaust. Án slæmra afleiðinga. Upphaflega átti hugmyndin að breyta til hins betra en ekki valda eyðingu. Nú erum við blinduð af draumórafegurð. Hugmyndinni um fallegan heim. Við höfum sest í sæti skaparans í stað þess að lifa einföldu lífi.
Við hófum að haga okkur eins og guðir, ofurmannlega. Samt sem áður er sannleikurinn sá að mannkynið er nær Guði en hinu eftirsóknaverða markmiði að verða guðdómleg.
Terézia og Enaldo taka vel á móti gestum og allir hjartanlega velkomnir!

Strandgötu 19 220 Hafnarfjörður

litlagallery.is


30.06-03.07.22


CATEGORIESNEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Í túninu heima 2023

   Í túninu heima 2023

   Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin helgina 24.-27. ágúst. Fjöl­breytt­ir menn­ing­ar­við­burð­ir eru í boði, tón...

   Magnús Tómasson

   Magnús Tómasson

   Magnús Tómasson er fæddur 29. apríl 1943. Magnús stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við konunglegu list...
   Guðrún Dröfn Whitehead

   Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

   Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

   Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands Þriðjudaginn 13. mars kl. 12 flytur Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafr...

   Ólafur Túbals 1897 – 1964

   Ólafur Túbals 1897 – 1964

   Ólafur Karl Óskar Túbalsson, Ólafur Túbals (1897 – 1964) var íslenskur myndlistarmaður, frá Múlakoti í Fljótshlíð. Ól...