Leiðsögn sérfræðinga í Safnahúsinu

Leiðsögn sérfræðinga í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Laugardagur 13. febrúar kl. 14
Elizabeth M. Walgenbach sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veitir leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn. Elizabeth mun sérstaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast íslenskri handrita- og menningarsögu.
Á sýningunni eru fjórtán handrit frá ýmsum tímum sem hafa að geyma lögbókina Jónsbók, þar á meðal hina svokölluðu Skarðsbók Jónsbókar sem er með glæsilegustu handritum sem gerð voru á Íslandi á fjórtándu öld.

Sunnudagur 14. febrúar kl. 14
Skúli Skúlason prófessor við Náttúruminjasafn Íslands og Háskólann á Hólum gengur með gestum um sýninguna Sjónarhorn. Leiðsögn Skúla mun beinast að sérstöðu íslenskrar náttúru, með hvaða hætti hún birtist í myndheimi, og á hvern hátt viðhorf okkar til náttúrunnar og umgengni mótast af sýn okkar og hugmyndaheimi.

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim er áhrifamikil sýning um sjónrænan menningararf þjóðarinnar. Í sjö álmum eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og skartar margvíslegum gripum úr safnkosti þeirra.
Auk Sjónarhorna eru tvær sérsýningar í húsinu, Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen á vegum Listasafns Íslands og Óravíddir, orðaforðinn í nýju ljósi á vegum Stofnunar Árna Magnússonar.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi. Grímuskylda og 2 metra reglan gildir á safninu.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
SUÐURGATA 41
SÍMI: 530-2200

Safnahúsið
Hverfisgata 15
101 Reykjavik
sími: 530-2210

Related Articles

  Kört – handcraft museum

  Kört – handcraft museum

    Next to the farm Arnes in Trékkyllisvík there is the small museum and handicrafts gallery called Kört. The exhibi...

  Helgi Gretar listmálari með sýningu

  Helgi Gretar listmálari með sýningu

  Listamaðurinn lengi þar við undi  Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði sig seinna í mar...

  Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

  Arna Óttarsdóttir  Allt fínt.

  Arna Óttarsdóttir  Allt fínt. Verið velkomin á opnun sýningar Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars milli kl: 18:00-20:00 ...

  Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý

  Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý

  Dagana 30. júní - 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði....


Hverfisgata 101 ReykjavikCATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland