Fyrir alla muni í Þjóðminjasafni Íslands

Sunnudaginn 21. mars kl. 14-17 verða til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands nokkrir þeirra muna sem fjallað hefur verið um í sjónvarpsþáttunum Fyrir alla muni á RÚV. Stjórnendur þáttanna, Sigurður Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir, ásamt Freyju Hlíðkvist Ó. Sesseljudóttur, sérfræðingi í safninu, munu spjalla við gesti og segja frá gripunum.
Kl. 14.15 mun fulltrúi Michelsen fjölskyldunnar færa Þjóðminjasafninu formlega að gjöf merkilegan jakka sem varðveist hefur úr Petsamóferðinni frá árinu 1940. Margir farþegar rituðu nöfn sín á jakkann og er hann ekki síst merkilegur fyrir þær sakir.
Aðgangur er ókeypis fyrir handhafa árskorts og fyrir börn að 18 ára aldri. Annars gildir stakur aðgöngumiði. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafninu.
Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskylda og tveggja metra reglan gildir á safninu.

Related Articles

  Víðir Mýrmann

  Víðir Mýrmann

  Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall með Mýrmann á laugardag - allir velkomnir Víðir Mýrmann býður gestum og ganga...
  Fjórir Hornsteinar

  Kristinn E. Hrafnsson – ÞVÍLÍKIR TÍMAR

  Kristinn E. Hrafnsson – ÞVÍLÍKIR TÍMAR

  Hverfisgallerí býður á opnun einkasýningar Kristins E. Hrafnssonar, ÞVÍLÍKIR TÍMAR, laugardaginn 24. febrúar 2018 kl. 16...

  Skúlptúr / skúlptúr

  Skúlptúr / skúlptúr

  18.11.2020 - 28.02.2021   Sýningaröðin SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR opnar í fjórða sinn í Gerðarsafni með einkasýningu...

  Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

  Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

  Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Af hverju er Ísland útópía? Af v...


SUÐURGATA 41 102 Reykjavik

530 2200

[email protected]

thjodminjasafn.is/


21.3.2021, 14:00 - 17:00


CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland