Hrynjandi – sýningarstjóraspjall og sýningarlok

Hrynjandi – sýningarstjóraspjall og sýningarlok
Sunnudaginn 22. ágúst kl. 14.00

Sýningunni Hrynjandi, þar sem sjá má valin verk eftir myndlistarkonuna Guðmundu Andrésdóttur, lýkur sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi og verður því boðið upp á leiðsögn um sýninguna kl. 14 á síðasta sýningardegi hennar. Þá munu sýningarstjórarnir Unnur Mjöll S. Leifsdóttir og Hólmar Hólm spjalla við gesti um sýninguna, líf og list Guðmundu. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að bera grímur á viðburðinum, auk þess að gæta fjarlægðar við sér ótengda aðila.

Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002) var ein þeirra listamanna sem unnu í anda geómetrískrar abstraksjónar á Íslandi en hún sýndi til að mynda reglulega með hinum þekkta Septem-hópi. Guðmunda var enn fremur eina konan sem sýndi með hópnum en á þessum tíma, á árunum eftir stríð, litu myndlistarmenn, konur og karlar, sérstaklega til óhlutbundins myndmáls í leit sinni að alþjóðlegu tungumáli sem tjá mætti hreinan sannleika, sameiginlegan öllum mönnum, óháð uppruna og aðstæðum, líkt og nótur tónlistarinnar.

Á sýningunni í Hafnarborg, sem er fyrsta sérsýningin á verkum Guðmundu í safninu, má finna verk í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands, auk verka í eigu Listasafns ASÍ og einkaeigu. Verkin eru unnin í ólíka miðla, olíumálverk, vatnslitamyndir, blýantsskissur og fleira, en Guðmunda starfaði sem myndlistarmaður í um hálfa öld og skildi eftir sig mikinn fjölda verka. Þá skiptist langur ferill hennar í nokkur greinilega afmörkuð tímabil, þar sem hún rannsakaði form og liti af mikilli nákvæmni, auk þess að móta sér sterkan stíl og kröftugt myndmál.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Strandgata 24 220 Hafnarfjörður

[email protected]


Sunnudaginn 22. ágúst kl. 14.00


CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Bergur Thorberg

   Bergur Thorberg

   Bergur Thorberg myndlistarmaður er fæddur árið 1951 á Skagaströnd. Hann hefur unnið við fjölbreytt störf tengd leiklis...

   Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri

   Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri

   Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri 25.08.18 - 22.11.20 Snemma á fjórða áratug 20. aldar hóf Aku...

   JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR

   JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR

   Jóna Hlíf Halldórsdóttir Meira en þúsund orð Salur 01 06.06.20 – 16.08.20 „Mynd segir meira en þúsund orð. Mynd s...

   MARGRÉT H. BLÖNDAL

   MARGRÉT H. BLÖNDAL

   MARGRÉT H. BLÖNDAL Aerotics / Loftleikur 3. september - 10. október 2020 Margret H. Blöndal sjá biografi sjá hér ...