Bernard Alligand

Gallerí Fold býður þér á opnun sýningarinnar á verkum eftir franska listamanninn Bernard Alligand.

Í samstarfi við gallerí L‘ESTAMPE í Strassbourg, Frakklandi kynnir Gallerí Fold verk franska listamannsins Bernard Alligand (1953). Alligand er listamaður efnis, ljóss og hreyfingar. Efnisnotkun er ætíð í forgrunni í vinnu listamannsins. Efnið dregur ekki aðeins fram innihaldið í verkunum fyrir listamanninn heldur knýr það einnig fram möguleika efnisins.

Í upphafi lagði Alligand stund á grafík og síðar leirmótun og þrykk. Eftir kynni sín af listamanninum Henri Goetz, tileinkaði hann sér aðferð djúpþrykks sem felur í sér notkun á silikon og kolefni (Carborundum). Í verkum listamannsins eru notaðir ýmsir miðlar en djúpþrykk hefur ætíð verið fastur punktur í hans vinnu.

Síðan 2018 hefur Alligand helgað sig meir og meir að verkum innblásið af náttúru Íslands þar sem hann dvelur reglulega. Í áratugi hefur hann haldið fjölda sýninga víða um heim.

 

Sýningin opnar 2. mars og stendur til 27. mars 2024.

 

Opið er í Gallerí Fold á Rauðarárstíg

mán-fös 12 – 18 og laugardaga 12 – 16.

RELATED LOCAL SERVICES