Rax Hetjur norðursins

Staður viðburðar
Hafnarhús

Fjölskyldudagskrá og vinnustofa í tengslum við sýninguna Ragnar Axelsson: Þar sem heimurinn bráðnar í Hafnarhúsi

Við skoðum m.a. hetjur norðursins – menn og dýr – og bráðnun jökla á skapandi og skemmtilegan hátt í tengslum við sýningu Ragnars Axelssonar – RAX, ljósmyndara og listamanns. Gott er að vera búin að ganga í gegnum sýninguna með börnunum áður en fjölskyldan kemur í vinnustofuna.

Í sóttvarnarskyni verður hver fjölskylda er með sérstaka vinnustöð og efni er ekki deilt á milli fjölskylduhópa.

Aðeins 5 fjölskyldur komast á viðburðinn og þær fjölskyldur ganga fyrir sem eru skráðar.

Skráning fjölskyldu HÉR.

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna, heimsóknin sé skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

Sýning
Í meira en 40 ár hefur Ragnar Axelsson myndað fólk, dýr og landslag afskekktustu svæða norðurslóða, þar með talið hér á landi, í Síberíu og á Grænlandi. Hann vinnur nú að því að stækka þetta svæði og ferðast mjög víða í leit sinni að myndefni. Í ljósmyndaverkum sínum og ljósmyndabókum endurspeglar hann óvenjuleg tengsl íbúa norðurslóða við öfgakennt umhverfi sitt – tengsl sem eru nú stöðugt að breytast vegna breytinga á loftslagi. Ragnar skrásetur hvernig þessar breytingar hafa áhrif á líf fólks og dýra og hvaða ógn býr að baki hlýnun jarðar.

101 Reykjavik


13. febrúar 2021 - 11:00 til 12:00


CATEGORIES





iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      WAITING ROOM í Harbinger.

      WAITING ROOM í Harbinger.

      Laugardaginn 24. apríl á milli kl. 2 og 6 opnar sýningin WAITING ROOM í Harbinger. Sýningin stendur til 9. maí og er ...

      Margrét Jónsdóttir, Handanheima

      Margrét Jónsdóttir, Handanheima

      Sýning Margrétar Jónsdóttir, Handanheima, er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spönginni. Sýningin er vörðuð í innsetning...

      Halldór og Halldór

      Halldór og Halldór

      Halldór Baldursson mætir Halldóri Péturssyni. Teiknismiðja fyrir börn og fjölskyldur 7. mars kl. 14 Nafnarnir Hall...

      Bernadett Hegyi

      Bernadett Hegyi

      Hádegistónleikar í Hafnarborg – Bernadett Hegyi Þriðjudaginn 7. mars kl. 12 Þriðjudaginn 7. mars kl. 12 bjóðum við ykk...