Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni

Ásmundarsafn
Alla þriðjudaga kl. 16.15 fram í maí.
Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni kl. 16.15

Föstudaginn 3. febrúar kl. 17.00 var opnuð í Listasafni Reykjavíkur Ásmundarsafni ný sýning sem ber heitið
Sigga Björg Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga.

Á þessari sýningu opnast heimur trölla, álfa, drauga og annarra kynjavera og áhersla lögð á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Listasafn Reykjavikur hefur um þónokkurt skeið kynnt ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar og einstakt „kúluhús“ hans í Laugardal.

Alla þriðjudaga kl. 16.15 fram í maí verður nú boðið upp á krassandi þjóðsagnalestur fyrir börn og fjölskyldur og verður fyrsti upplesturinn á morgun, þriðjudaginn 7.febrúar.

Lesnar verða hefðbundnar íslenskar þjóðsögur, kryddaðar með glænýjum þjóðsögum eftir Siggu Björgu og sýningin skoðuð í leiðinni.

Sannkölluð gæðastund í lok dags í ævintýrahúsi Ásmundar Sveinssonar í Laugardalnum.

Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er kunn af hugmyndaríkum teikningum sínum, innsetningum, myndböndum og bókverkum. Hún hefur skapað einstakan myndheim þar sem fantasía, húmor og hryllingur fara saman hönd í hönd.  Á þessari sýningu vinnur hún meðal annars nýja myndröð út frá íslenskum þjóðsögum og eru verk hennar  unnin jöfnum höndum á veggi sýningarsala og á pappír.

Myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Fyrr á árum mættu verk hans iðulega andstöðu og hörðum dómum en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmyndum íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld. Sem barn kynnist hann þjóðsögum og margt af því rataði með beinum eða óbeinum hætti inn í verk hans.

Tryggvagata 16


Alla þriðjudaga kl. 16.15 fram í maí 2023


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      VITUND OG NÁTTÚRA

      VITUND OG NÁTTÚRA

      Í SÍKVIKRI MÓTUN: VITUND OG NÁTTÚRA Flótandi samleiki, náttúra í broyting Opnun 17. apríl 2021. Opið verður samkvæ...

      Víðir Mýrmann

      Víðir Mýrmann

      Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall með Mýrmann á laugardag - allir velkomnir Víðir Mýrmann býður gestum og ganga...

      Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

      Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

      Nemendur við LIst- og verkmenntaháskólann í Vilníus í Litháen fluttu íslensk eddukvæði við litháísk þjóðlög og bjuggu ti...
      elina brotherus

      ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

      ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR

      SÝNINGAROPNUN Í LISTASAFNI ÍSLANDS FÖSTUDAGINN 16. FEBRÚAR KL. 20 —FRÍKIRKJUVEGI 7 Elina Brotherus (f. 1972 í Finnla...