Dagur Norðurlanda 23. mars 

Dagur Norðurlanda 23. mars
– fjölbreytt dagskrá alla vikuna

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur 23. mars ár hvert til að fagna norrænu samstarfi og benda á mikilvægi þess. Í tilefni dagsins í ár býður Norræna húsið upp á fjölbreytta dagskrá út vikuna. Varpað verður ljósi á norræna menningu og norrænan lífsstíl með umræðum, tónleikum, mat, barna- og unglingabókmenntum, ljósmyndakeppni o.fl. Dagskráin er haldin í samstarfi við aðila á borð við Norræna félagið á Íslandi, norræn sendiráð og sendinefndir á Íslandi.

Á deginum sjálfum verða umræður um mikilvægi menningar á Norðurlöndum á kórónuveirutímum, boðið verður upp á norrænt bakkelsi í kaffihúsinu MATR og nemendur í 6. bekk Hólabrekkuskóla, vinaskóla Norræna hússins, fá lifandi fræðslu um dægurmenningu og tungumál í hinum Norðurlöndunum. Nánari dagskrá hér.

RELATED LOCAL SERVICES