Rósa Gísladóttir

Rósa Gísladóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.
Leiðsögn listamanns: Loftskurður
Sunnudag 14. ágúst kl. 14.00 í Ásmundarsafni
Rósa Gísladóttir myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Loftskurður sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.00 í Ásmundarsafni.

 

Rósa sýnir verk sín í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Hún hefur á ferli sínum fengist við ýmsan efnivið en er þekktust fyrir gifsskúlptúra sem hafa tekið á sig ólík form og stærðir í gegnum tíðina. Í verkum sínum vinnur Rósa gjarnan með listrænar tilvísanir í arkitektúr og menningarsöguna og mun vinna með Ásmundarsafn sjálft sem skúlptúr. Ásmundur reisti „kúluhúsið“ við Sigtún í nokkrum áföngum á árunum 1942-59. Hann hafði þar heimili og vinnustofu og mun vinnustofustemmning þeirra beggja, Ásmundar og Rósu, mætast og vera gerð sýnileg.

Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary. Árið 2020 var Rósa fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna sem eru veitt framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Sigtún Ásmundasafn 104 Reykjavik

+354 411 6430

listasafnreykjavikur.is/CATEGORIES
NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   STUDIO STAFN

   STUDIO STAFN

   Umboðssala og forvarsla Commission sale and conservation Studio Stafn er forvörslu- og umboðssölufyrirtæki lis...

   Einar Jónsson Höggmyndasafn

   Einar Jónsson Höggmyndasafn

   Einar Jónsson fæddist árið 1874, hélt til Kaupmannahafnar 19 ára, lærði höggmyndalist og bjó í Evrópu í 20 ár ...

   Heimsferð Maós

   Heimsferð Maós

   Sýningaropnun − Erró: Heimsferð Maós Miðvikudag 1. maí kl. 17.00 í Hafnarhúsi Heimsferð Maós er heiti nýrrar sýningar ...

   Saga listasafna á Íslandi

   Saga listasafna á Íslandi

   Sigurjón Baldur Hafsteinsson ritstjóri bókarinnar Fletta bókinni hér Bókin Saga listasafna á Íslandi. Í bókinni er...