Rósa Gísladóttir

Rósa Gísladóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.
Leiðsögn listamanns: Loftskurður
Sunnudag 14. ágúst kl. 14.00 í Ásmundarsafni
Rósa Gísladóttir myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Loftskurður sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.00 í Ásmundarsafni.

 

Rósa sýnir verk sín í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Hún hefur á ferli sínum fengist við ýmsan efnivið en er þekktust fyrir gifsskúlptúra sem hafa tekið á sig ólík form og stærðir í gegnum tíðina. Í verkum sínum vinnur Rósa gjarnan með listrænar tilvísanir í arkitektúr og menningarsöguna og mun vinna með Ásmundarsafn sjálft sem skúlptúr. Ásmundur reisti „kúluhúsið“ við Sigtún í nokkrum áföngum á árunum 1942-59. Hann hafði þar heimili og vinnustofu og mun vinnustofustemmning þeirra beggja, Ásmundar og Rósu, mætast og vera gerð sýnileg.

Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary. Árið 2020 var Rósa fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna sem eru veitt framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Sigtún Ásmundasafn 104 Reykjavik

+354 411 6430

listasafnreykjavikur.is/



CATEGORIES




NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Gunnar Ingibergur Guðjónsson

      Gunnar Ingibergur Guðjónsson

      Gunnar Ingibergur Guðjónsson Gunnar er fæddur i Reykjavik, 5. september 1941, stundaði nám og vann að myndlist sinni ...

      Svavar Guðnason

      Svavar Guðnason

      Svavar Guðnason myndlistarmaður (18. nóvember 1909 – 25. júní 1988) starfaði í mörg ár í Danmörku og var virkur í hópi r...

      Sævar Karl

      Sævar Karl

      Frá degi til dags Velkomin á opnun sýningarinnar í SÍM-salnum Hafnarstræti 16. á laugardaginn 6. ágúst "Ég mála ab...
      Listvinahúsið, leirmunir

      Listvinahúsið

      Listvinahúsið

      Listvinahúsið er elsta listasmiðja landsins, stofnað árið 1927 af listamanninum Guðmundi Einarsyni frá Miðdal.  Var List...