VITUND OG NÁTTÚRA

Í SÍKVIKRI MÓTUN: VITUND OG NÁTTÚRA

Flótandi samleiki, náttúra í broyting

Opnun 17. apríl 2021. Opið verður samkvæmt hefðbundnum opnunartíma Hvelfingar frá 10-17 og mun 20 manna fjöldatakmörkun gilda í rýminu.

Sýningin varpar fram svipmyndum af náttúru út frá upplifunum, hugleiðingum og rannsóknum listamanna á sviði myndlistar, tónlistar, hönnunar og sviðslista, sem búa á hinum síkvika útjaðri norðursins.

Á sýningunni eiga verk Berglind María Tómasdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Emilie Dalum & Michael Richardt, Inuuteq Storch, Jóhan Martin Christiansen, Ólöf Nordal, Tinna Gunnarsdóttir, Rikke Luther og Thomas Pausz. Með þátttöku: Ana Luisa S. Diaz De Cossio og Khetsin Chuchan.

Sýningarstjórar eru Hanna Styrmisdóttir og Hulda Stefánsdóttir.

Sýningin er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Norræna hússins í Reykjavík og er framlag Listaháskólans til ráðstefnu UArctic (Háskóla Norðurslóða) sem verður haldin í Reykjavík í maí 2021 í tilefni af formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu.

RELATED LOCAL SERVICES