Fuglaskoðun í Viðey

Fuglaskoðun í Viðey á sunnudag
Snorri Sigurðsson líffræðingur mun leiða fuglaskoðun um vesturhluta Viðeyjar þriðjudaginn 2. júní kl. 19:30 og fræða göngugesti um fjölskrúðugt fuglalíf í eynni. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kíki.
Í Viðey verpa um 30 tegundir fugla. Mest er um æðarfugl og grágæs og stundum kemur fyrir að menn rekast á sjaldgæfar tegundir eins og jaðröku eða óðinshana. Dálítið er af teistu og hrafninn gerir sér líka hreiður í eynni.

Siglt verður frá Skarfabakka kl. 19:15. Þeir sem vilja fá sér að borða fyrir göngu eru hvattir til að taka ferju kl. 18.15 og setjast inn í Viðeyjarstofu og gæða sér á mat og drykk í því sögufræga húsi. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna.
Athugið að fjöldatakmarkanir verða virtar. Hægt er að kaupa miða fyrirfram í ferjuna á https://elding.is/videy-ferry-skarfabakki
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.650 kr. fyrir fullorðna, 1.500 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 800 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.

Skarfabakki 101 Reykjavik

+354 411 6356

[email protected]

borgarsogusafn.isCATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Samúel Jónsson´s Art Museum

   Samúel Jónsson´s Art Museum

   The association for the renovation of Samúel Jónsson’s art museum in Selárdalur has been working on the restoration of S...

   Litla Gallerý

   Litla Gallerý

   Litla Gallerý var formlega opnað þann 12.09.2019 með heiðursýningu á verkum Ketils Larsen listamanns sem lést árið 2018....

   Ravens and other wise creatures

   Ravens and other wise creatures

   There is a vernissage at KIMIK's annual exhibition on 1 April at 15 at Nuuk Art Museum. KIMIK's exhibitions are chara...

   Bakgarðar

   Bakgarðar

   Bakgarðar 27.3.2021-29.8.2021 Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon s...