Sossa Björnsdóttir

Sossa Björnsdóttir
1.–23.11.19 ( Sýningatímabil)
„Augnablik í dagsins önn“


Sossa Björnsdóttir hefur stundað myndlist í næstum fjóra áratugi. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-1979. Lauk prófi í svartlist (grafík) frá Skolen for Brugskunst (nú Danish Designskolen) í Danmörku 1984 og síðar prófi í málun (MFA) frá Tufts University og School of the Museum of Fine Arts í Boston í Bandaríkjunum 1991.
Í byrjun ferilsins kenndi Sossa myndlist við grunn- og framhaldsskóla jafnhliða því að vinna að eigin myndlist auk þess að kenna á námskeiðum. Sossa var einnig gestakennari við Green River College í Auburn, Washington á vegum Fulbright stofnunarinnar í Bandaríkjunum 2011.
Sossa hefur haldið fjölda einkasýninga á verkum sínum frá 1977 bæði hér heima og erlendis en þó mest í Danmörku þar sem hún hafði einnig vinnustofu til fjölda ára.“Augnablik í dagsins önn” er nafn sýningar Sossu í Litla Gallerý. Verkin á sýningunni eru ný verk, fólk sem fangar hana, hreyfingar, líkamsstöður, samskipti og samskiptaleysi.

Umfallanir í blöðum og tímaritum:

Myndarlegt hús við Mánagötu litið inn hjá Sossu Björnsdóttir sjá meira hér

Sossa fékk Súluna sjá meira hér

Góðir straumar við gömlu strönd viðtal í Morgunblaðinu sjá meira hér

Related Articles

  þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

  Þjóðsögur á þriðjudögum

  Þjóðsögur á þriðjudögum

  Hádegisfyrirlestur í Listasafni Íslands, 20. mars kl 12:10. Fjallað verður um þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar um al...

  Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) 1891- 1924

  Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) 1891- 1924

  Guðmundur Pétursson Thorsteinsson, þekktur sem Muggur, var íslenskur listamaður fæddur Bíldudal. Sjá fleiri verk efti...

  Una Local Store

  Una Local Store

  Sveitabúðin Una (Una local store) is a local store in the town of Hvolsvöllur in South Iceland. The store is in an old N...


code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland