Sossa Björnsdóttir

Sossa Björnsdóttir
1.–23.11.19 ( Sýningatímabil)
„Augnablik í dagsins önn“


Sossa Björnsdóttir hefur stundað myndlist í næstum fjóra áratugi. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-1979. Lauk prófi í svartlist (grafík) frá Skolen for Brugskunst (nú Danish Designskolen) í Danmörku 1984 og síðar prófi í málun (MFA) frá Tufts University og School of the Museum of Fine Arts í Boston í Bandaríkjunum 1991.
Í byrjun ferilsins kenndi Sossa myndlist við grunn- og framhaldsskóla jafnhliða því að vinna að eigin myndlist auk þess að kenna á námskeiðum. Sossa var einnig gestakennari við Green River College í Auburn, Washington á vegum Fulbright stofnunarinnar í Bandaríkjunum 2011.
Sossa hefur haldið fjölda einkasýninga á verkum sínum frá 1977 bæði hér heima og erlendis en þó mest í Danmörku þar sem hún hafði einnig vinnustofu til fjölda ára.“Augnablik í dagsins önn” er nafn sýningar Sossu í Litla Gallerý. Verkin á sýningunni eru ný verk, fólk sem fangar hana, hreyfingar, líkamsstöður, samskipti og samskiptaleysi.

Umfallanir í blöðum og tímaritum:

Myndarlegt hús við Mánagötu litið inn hjá Sossu Björnsdóttir sjá meira hér

Sossa fékk Súluna sjá meira hér

Góðir straumar við gömlu strönd viðtal í Morgunblaðinu sjá meira hér

code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Svavar Guðnason

   Svavar Guðnason

   Svavar Guðnason myndlistarmaður (18. nóvember 1909 – 25. júní 1988) starfaði í mörg ár í Danmörku og var virkur í hópi r...

   Alfreð Flóki 1938 – 1987

   Alfreð Flóki 1938 – 1987

   Alfreð Flóki Nielsen myndlistarmaður (19. desember 1938 – 18. júní 1987) Alfreð Flóki sjálfmynd frá 1978 Far vel, Fl...

   Anne Herzog “ Mountain of forgotten dreams“

   Anne Herzog “ Mountain of forgotten dreams“

   " Mountain of forgotten dreams" Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur listamaður og listakennari sem vinnur í hin...

   Draumabyrjun: MAGNÚS THORLACIUS

   Draumabyrjun: MAGNÚS THORLACIUS

     https://www.youtube.com/watch?v=W_kblF0cOrE Draumur lifnar við Hvað átti að taka síðan við? Ég bið...