Víðir Mýrmann

Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall með Mýrmann á laugardag – allir velkomnir
Víðir Mýrmann býður gestum og gangandi í létt spjall um sýningu sína Tilvist sem lýkur í Gallerí Fold n.k. laugardag. Mýrmann verður á svæðinu til að ræða við gesti frá kl. 13.

Náttúran og landið breytist rétt eins og fólk en á öðrum hraða. Maðurinn hefur þá tilhneigingu að vilja þróast hratt í átt tæknivæðingu og fjær náttúru og landi sem hefur gert það að verkum að mörg okkar hafa misst þessa mikilvæga tengingu við náttúruna og landið sem við höfum áður fyrr.

Tilvist er sýning þar áhorfandanum er boðið að staldra við og leita þess að ná jarðtenginu að nýju; njóta augnabliksins og vera í núinu. „Ég mála út frá innsæinu og ég hlusta á það – afraksturinn eru verkin mín“, segir listamaðurinn sem segist einnig sækja innblástur úr uppruna sínum og nærumhverfi. Hann notast mest við olíu á striga, en hann lærði handtökin hjá hinum virta norska listmálara Odd Nedrum.

Árið 2019 lauk hann mastersgráðu í hönnunarnámi frá UCA í Bretlandi. Mýrmann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, ásamt því að hafa staðið fyrir um tuttugu einkasýningum. Þetta er þriðja einkasýning Mýrmanns í Gallerí Fold.

Sýningin stendur til 25. september.

Related Articles

  Heiðrún Kristjánsdóttir

  Heiðrún Kristjánsdóttir

  Heiðrún Kristjánsdóttir Sjá fleiri greinar um myndlist klikka hér...

  Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

  Reykjavík Art Museum – Kjarvalsstaðir

  Reykjavík Art Museum (Harbour House, Hafnarhús, Kjarvalsstaðir and Ásmundur Sveinsson Sculpture Museum) is located in th...

  Jón Stefánsson

  Jón Stefánsson

  Jón Stefánsson listmálari fæddist á Sauðárkróki 22.2. 1881 Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám ...

  JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR

  JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR

  Jóna Hlíf Halldórsdóttir Meira en þúsund orð Salur 01 06.06.20 – 16.08.20 „Mynd segir meira en þúsund orð. Mynd s...


Rauðarárstíg 12-14 105 Reykjavik

5510400

[email protected]

myndlist.is


Sýningin stendur til 25. september 2021.


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland