Yrki arkitektar

HUGMYND AÐ FRAMTÍÐARUPPBYGGINGU MIÐBAKKANS Í REYKJAVÍK

Um verkefnið: Tillaga Yrki arkitekta að framtíðaruppbyggingu Miðbakkans við gömlu höfnina í Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir 150 herbergja hóteli ásamt hágæða þjónustuíbúðum á vegum The Four Seasons hótelkeðjunnar og íbúða-, atvinnu- og þjónsustuhúsnæði á 33.500m². Um er að ræða fyrstu drög og hugmyndin er að þróa tillöguna áfram í samstarfi við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir, en tillagan var um daginn lögð inn sem fyrirspurn til skipulagssviðs borgarinnar. Stefnt er að því að skapa fjölnota rými bæði utan- og innandyra þar sem almenningsrými, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, hótel og íbúðir glæða Miðbakkann lífi og tengja hann við miðborgina. Sjá einnig færslu um þetta verkefni á fréttasíðu okkar.

Flokkur: Skipulag
Tímabil: 2020
Staða: Tillaga
Staðsetning: Miðbakkinn í Reykjavík
Stærð:  33.500m²
Verkkaupi: Einkaaðili
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Yrki var stofnað árið 1997 af þeim Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og Sólveigu Berg. Stofan var stofnuð í framhaldi af 1. verðlaunum sem þær hlutu fyrir Lækningaminjasafnið við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Í dag starfar hjá Yrki samstilltur hópur hæfileikaríkra hönnuða í arkitektúr, skipulagi og landslagsarkitektúr. Yrki arkitektar leggja ríka áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina sinna á faglegan- og hagkvæman hátt.

 

Hverfisgata 76 101 Reykjavík

552 6629

[email protected]

yrki.is



CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      THG Arkitektar 

      THG Arkitektar 

      THG Arkitektar var stofnað í október 1994 og er verksvið fyrirtækisins almenn hönnun bygginga, áætlanagerð, eftirlit ása...
      PKDM arkitektar

      PKdM Arkitektar ehf

      PKdM Arkitektar ehf

      PKdM Arkitektar er norræn arkitekta og hönnunarstofa. Stofnandinn, íslenski arkitektinn Pálmar Kristmundsson, fær innblá...

      GP Arkitektar

      GP Arkitektar

      Arkitekatofan hefur verið starfandi síðan 1983. Guðni Pálsson hefur verið í samvinnu við aðra arkitekta á þessu tímabili...

      Teiknistofan Tröð

      Teiknistofan Tröð

      Fegurð- Varanleiki - Notagildi eru grunngildi Teiknistofunnar Traðar, sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar. Hvert verk...