Dýrslegur kraftur

Dýrslegur kraftur. Sýningatímabil  18.02.-30.05.2021

Ný sýning í Hafnarhúsi

Sýningin Dýrslegur kraftur verður opin gestum í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, frá og með fimmtudeginum 18. febrúar. Dýrslegur kraftur er samsýning Errós og fimmtán annarra listamanna. Sýningin hverfist um Erró og eru verk hans hryggjarstykki hennar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitir viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur kl. 17.00. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um Guðmundu frænku sína og er þetta í 21. sinn sem listakona fær viðurkenningu úr sjóðnum sem ætlað er að efla listsköpun kvenna.

Á sýningunni Dýrslegur kraftur eru verk eftir stóran hóp áhugaverðra listamanna sett í samhengi verka Errós. Sýningin endurspeglar kraft og hugmyndaauðgi en sækir inntak sitt í hugleiðingar um viðfangsefni og vinnuaðferðir Errós. Hér birtist frjór hugmyndaheimur í fjölbreyttum verkum sem unnin eru í ýmsa miðla þó málverkið sé mest áberandi, en margir atkvæðamiklir málarar eiga verk á sýningunni.

Titill sýningarinnar Dýrslegur kraftur er sóttur í klippimynd eftir Erró frá árinu 2009. Verkið er í safneign Listasafns Reykjavíkur og er myndin hér að ofan af því. Sýningin í heild ber með sér kraftmikla nálgun við lífið og listina og er ögrandi samtal ólíkra listamanna.

Eftirtaldir listamenn, auk Errós, eiga verk á sýningunni: Arngrímur Sigurðsson Baldur Helgason Einar Lúðvík Ólafsson Gabríela Friðriksdóttir Helgi Þorgils Friðjónsson Jóhann Ludwig Torfason Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir Kristinn Már Pálmason Lukas Bury Sara Riel Sigurður Ámundason Valgerður Guðlaugsdóttir Ýmir Grönvold Ýr Jóhannsdóttir Þórdís Aðalsteinsdóttir

Sýningarstjóri er Birgir Snæbjörn Birgisson.

Vegna heimsfaraldursins verður sýningaropnun óformleg. Hafnarhúsið er opið alla daga vikunnar frá kl. 10-17 og til kl. 22 á fimmtudögum.

Sjá fleiri greinar um íslenska myndlistamenn klikka hér

 

Related Articles

  Jóhann Briem 1907- 1991

  Jóhann Briem 1907- 1991

  Jóhann Briem Jóhann fæddist að Stóra Núpi í Gnúpverjahrepp. Stundaði hann listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróðu...

  Haustsýning Hafnarborgar 2019

  Haustsýning Hafnarborgar 2019

  Haustsýning Hafnarborgar 2019:  Allt á sama tíma Listráð Hafnarborgar hefur valið sýninguna Allt á sama tíma sem hausts...

  Tolli Morthens

  Tolli Morthens

  Þorlákur Kristinsson Morthens (fæddur 3. október 1953), líka þekktur sem  Tolli. Meira um íslenska myndlistamenn sjá ...

  Víðir Mýrmann

  Víðir Mýrmann

  Síðasta sýningarhelgi og listamannaspjall með Mýrmann á laugardag - allir velkomnir Víðir Mýrmann býður gestum og ganga...


Hafnarhúsið 101 ReykjavíkCATEGORIES
iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland