Freyja Reynisdóttir

Freyja Reynisdóttir: Abacus

15.10.2021 –17.10.2021

14:00–18:00 @ Kaktus

Sýningaropnun kl. 20:00, föstudaginn 15.10.2021

Freyja Reynisdóttir notar verk sín til þess að framkvæma gjörningatengdar tilraunir í leit að huglægum sannleikum, þar sem hún telur ferli túlkunar og skynjunar ákjósanlega leið til að eiga í samskiptum um það óyrðanlega en áþreyfanlega í skilningi okkar á sjálfinu og veruleika okkar. Freyja nálgast viðfangsefni sín í gegnum sín eigin skrif. Hún býr til formúlur og uppskriftir, hluti, teikningar, málverk, innsetningar, hljóð og myndbönd, allt eftir því hvaða miðill hentar hverju sinni.

Ég er heilluð af skilgreiningum á sannleika. Ég vil hugsa til þess að við eigum okkur sameiginlegt tungumál í skynjun sem við deilum og upplifum í gegnum veru okkar meðal allra hluta. Sú upplifun þýðist síðan yfir í tungumál orða og hugtaka, huglægt hverjum einstaklingi.

Hvort sem að Sannleikurinn kemur til með að vera út frá jafnvægi, einhverri óræðri tilfinningu, tímabundinni persónulegri fagurfræði, persónulegu narratívi, kaldrifjaðri hentisemi eða frá öðrum óskilgreindum stað, má með leikgleði kanna hinar ýmsu skilgreiningar á sannleikanum.

Ég býð ykkur að taka þátt í tilraun minni með verkinu Abacus.

Freyja Reynisdóttir (f. 1989) er íslenskur myndlistarmaður sem stundar nú meistaranám í frjálsri myndlist við Listaháskóla Íslands. Freyja lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2014 og  og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Freyja er ein af stofnendum Kaktus sem er samsteypa listamanna á Akureyri og einn umsjónarmaður samvinnuverkefnisins RÓT.

Kaktus Gallerí - Strandgata 11b 600 Akureyri

sequences.is/is/exhibitions/freyja-reynisdottir-abacus/


14:00-18:00 15. –17. október


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Aldís Arnardóttir sýningarstjóri

   Líðandin – la durée: Leiðsögn sýningarstjóra

   Líðandin – la durée: Leiðsögn sýningarstjóra

   Sunnudag 21. janúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum Leiðsögn með Aldísi Arnardóttur, sýningarstjóra sýningarinnar Líðandin –...

   Listasafnið á Akureyri – A! Gjörningahátíð

   Listasafnið á Akureyri – A! Gjörningahátíð

   Listasafnið á Akureyri - A! Gjörningahátíð 05.10.2023 – 08.10.2023 Salir 10 11 og víðar A! er fjögurra daga alþjóðleg...

   Spessi 1990-2020

   Spessi 1990-2020

   Spessi 1990-2020 27.3.2021-29.8.2021 Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstak...

   Samúel Jónsson´s Art Museum

   Samúel Jónsson´s Art Museum

   The association for the renovation of Samúel Jónsson’s art museum in Selárdalur has been working on the restoration of S...