Akureyrarvaka í Lystigarðinum.

Rökkurró

Kl. 20.00-22.00 – Setning Akureyrarvöku í Lystigarðinum.

Rökkurró, setningarhátíð Akureyrarvörku, fer fram í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 26. ágúst og hefst dagskráin kl. 20.00 með ávarpi Heimis Arnar Árnasonar forseta bæjarstjórnar. Á meðan fólk er að tínast í garðinn eða frá kl. 19.40 mun jasstríóið BabyBop leika af fingrum fram í Garðskálanum á flötinni við kaffihúsið LYST. Að setningarávarpi Heimis Arnar loknu stiklar Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ á stóru í dagskrá Akureyrarvöku 2022. Þá stígur söngkonan Guðný María á stokk í fyrsta sinn á Akureyri og því næst flytja félagarnir Jón Arnór og Baldur nokkur lög. Að því búnu flytur Kvennakór Akureyrar nokkur falleg lög og síðan keyra Stebbi JAK og Hafþór Valur í kröftugt rokk. Lokaatriðið er danssýning frá Steps Dancecenter og er áætlað að dagskránni ljúki kl. 22.00.

Eftir setningarhátíðina geta gestir valið um fjölda viðburða.
Kl. 22.00 – Kaffihúsið LYST – Tríó Kristjáns Edelsteins
Kl. 22.00 – Menningarhúsið Hof – Hávaðasamar vættir
Kl. 22.00 – Mjólkurbúðin / Listagilið – VAKA samsýning
Kl. 22.30 – Innbærinn – Draugaslóð í Innbænum
Kl. 22.30 – Miðbærinn – Tónleikar á Götubarnum / Sigvaldi & Villi

*Rauði krossinn verður á svæðinu og selur kerti fyrir friðarvökuna. Nánar HÉR


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.

Eyrarlandsvegur 600 Akureyri

visitakureyri.is/is/vidburdadagatal


visitakureyri.is/is/vidburdadagatal


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles