Sóley eftir Rósku og Manrico Pavalettoni

Hafnarhús, fimmtudag 8. desember kl. 20:00
Sóley eftir Rósku og Manrico Pavalettoni í Hafnarhúsi
Nú gefst einstakt tækifæri til að sjá Sóleyju, kvikmynd eftir listakonuna Rósku og Manrico Pavalettoni, sem sýnd verður í Fjölnotasal fimmtudaginn 8. desember kl. 20.00.

Sóley gerist í bændasamfélagi Íslands á 18. öld og fjallar um ungan mann sem leitar að hestinum sínum sem strauk. Við leitina kynnist hann álfkonunni Sóleyju, holdgerving frelsis, náttúru og jafnréttis.

Sýning á Sóleyju kemur í kjölfarið á vel heppnaðri Haustráðstefnu, KvikMyndlist á mörkum kvikmynda og myndlistar, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í lok nóvember en líka í aðdraganda Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Reykjavík þann 10. desember.

Kvikmyndin Sóley var sýnd s.l. vor í Bíó Paradís eftir að kvikmyndagerðarmennirnir og hjónin Þorbjörg Jónsdóttir og Lee Lorenzo Lynch unnu hörðum höndum síðustu ár við að koma eina eintakinu sem vitað er um í heiminum í sýningarhæft ástand.

Skráning  HÉR

Myndin er sýnd með enskum texta

Tryggvagata 17, Hafnarhús, 101 Reykjavik

listasafnreykjavikur.is/



CATEGORIES

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

      SKÖPUN BERNSKUNNAR 2021

      Sköpun bernskunnar 2021 Salir 10 -11 20.02.2020 - 02.05.2021 Þetta er áttunda sýningin undir heitinu Sköpun bernsku...

      Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

      Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands

      Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Af hverju er Ísland útópía? Af v...

      Thelma Herzl – „Till the End of Time“

      Thelma Herzl – „Till the End of Time“

      Íslenska listakonan Thelma Herzl mun opna sýningu í Graz safninu, Sackstraße 18, 8010 Graz, Austurríki á morgun 29. sept...

      Fjölskyldustundir á laugardögum

      Fjölskyldustundir á laugardögum

        Tíst tíst!... Ćwir, ćwir!... Tweet tweet! á Náttúrufræðistofu | Fjölskyldustundir á laugardögum Tíst tíst! F...