Erró: Skörp skæri

Samklipp hefur verið undirstaða listsköpunar Errós í yfir sextíu ár. Hann hófst snemma handa á því, með Meca-Make-Up myndaröðunum 1959-60, og afraksturinn fram á þennan dag eru yfir 30 000 samklipp. Með því að safna, klippa, líma og síðan mála blandar Erró þannig frjálslega saman sjónrænu efni og tilvísunum sem umbreytist í kraftmikil, sláandi og hlífðarlaus listaverk. Með því ljær hann nýja merkingu þeim aragrúa mynda sem nálgast má í mannkynssögunni, fréttum, alþjóðlegum miðlum og hversdagslífi nútímamannsins.

Frá 1989 hefur Erró gefið Listasafni Reykjavíkur yfir 700 af samklippum sínum, safnið er umfangsmikil þjóðargersemi sem heldur áfram að vaxa. Í kjölfar nýjustu uppfærslu á samklippum í Errósafninu er þessari sýningu ætlað að kynna verkin ásamt öðrum sem spanna gjörvallan litríkan feril listamannsins. Á sýningunni má rekja tryggð Errós við samklippið, sem leið til að skapa önnur listaverk, og sem aðferð til að halda áfram að segja óvæntar sögur.

Erró (f. 1932, Ólafsvík) býr og starfar í París, þangað sem hann flutti árið 1956 með viðkomu í Noregi, Þýskalandi og Ítalíu. Erró var meðal helstu fulltrúa evrópsku framúrstefnunnar á sjöunda áratugnum og tengist ekki einungis endurnýjun fíguratífs myndmáls, vegna uppgötvana hans á sviði málverka sem byggjast á frásögn og samklippi, heldur einnig hreyfingum sem kenndar eru við uppákomur og tilraunakvikmyndir. Þrátt fyrir að verk hans séu oft sett í samhengi listastefna eins og súrrealisma, fígúratífrar frásagnar og popplistar, væri ógerningur að fella þau undir eina þeirra

Tryggvagata 17 Hafnarhúsið 101 Reykjavík

+354 411 6400



CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Salbjörg Rita Jónsdóttir

      Salbjörg Rita Jónsdóttir

      „Þá fæ ég að vita hvers vegna ég er ég og þú ert þú“ Föstudaginn 16. apríl opnaði Salbjörg Rita Jónsdóttir sína fyrst...

      D33 Tónn: Leiðsögn listamanns í Hafnarhúsi

      D33 Tónn: Leiðsögn listamanns í Hafnarhúsi

      D33 Tónn: Leiðsögn listamanns Fimmtudag 12. apríl kl. 20.00 í Hafnarhúsi Anna Fríða Jónsdóttir verður með leiðsögn um ...

      Lóa Björk Bragadóttir

      Lóa Björk Bragadóttir

      Lóa Björk hefur haldið um 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og ýmsri menningarstarfsemi hér á landi og ...

      Vala Fannell með fyrirlestur í Listasafninu

      Vala Fannell með fyrirlestur í Listasafninu

      Þriðjudaginn 13. október kl. 17-17.40 heldur Vala Fannell, leikstjóri og verkefnastjóri nýrrar sviðslistabrautar Menntas...