Norræna Húsið – Undir Íshellunni

Undir Íshellunni – Ný sýning á barnabókasafni
12.09.2023 – 31.03.2024

Hvernig lifa dýr og plöntur af á kaldasta svæði veraldar og hvernig tengjast þau? hvaða áhrif hefur plast á lífið þeirra og hvað er hægt að gera með plast?
Gestum gefst færi á að fræðast um plöntur og dýr sem lifa í Norður íshafinu, á íshellunni eða djúpt á hafsbotni – en þær lífverur deila heimkynnum sínum með ógrynni af plasti. Sýning byggð á norsku bókinni Under Polarisen eftir Line Renslebraten.

Hönnun og útfærsla er unnin í samstarfi við Þórdísi Erlu Zoega myndlistarkonu sem hefur margþætta reynslu af mismunandi plasti. Við fræðslu aðstoðar Sorpa og Pure North í samstarfi við fræðslufulltrúa Norræna hússins.

Sýningin er opin öllum á hefðbundnum opnunartímum Norræna hússins Þri-Sun 10:00-17:00. Ókeypis aðgangur og aðgengi fyrir hjólastóla í gegnum Hvelfingu sýningarrými. Hægt er að bóka tíma fyrir hópa í leiðsögn með því að senda póst á [email protected]

RELATED LOCAL SERVICES