Hádegistónleikar í Hafnarborg – Ingveldur Ýr

Hádegistónleikar í Hafnarborg – Ingveldur Ýr
Þriðjudaginn 6. apríl kl. 12

Þriðjudaginn 6. apríl kl. 12:00 kl. 12 mun Ingveldur Ýr mezzosópran, koma fram á hádegistónleikum ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara. Á tónleikunum sem eru titilaðir Ljós og skuggi verða fluttar aríur eftir Caccini, Menotti og Bizet.

Vegna gildandi samkomutakmarkana verða tónleikarnir haldnir fyrir tómum sal en streymt í beinni útsendingu á heimasíðu safnsins og á facebook. Upptakan verður einnig aðgengileg áfram að tónleikunum loknum.

Ingveldur Ýr mezzósópran lauk námi frá Tónlistarskóla Vínarborgar og Manhattan School of Music í New York. Ingveldur Ýr var um skeið fastráðin við Óperuna í Lyon í Frakklandi og söng þar stór og smá hlutverk með þekktum stjórnendum og söngvurum, auk þess að syngja víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Á íslensku óperusviði hefur Ingveldur sungið fjölmörg aðalhlutverk í óperuuppfærslum, auk þess að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Capút hópnum. Hún hefur víða haldið einsöngstónleika og kemur fram á ýmsum geisladiskum, m.a. sólódiskinum Portrett. Ingveldur Ýr rekur sitt eigið söngstúdíó ásamt því að vera stjórnandi sönghópsins Spectrum sem hefur getið sér gott orð.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tónleikunum streymt beint á netinu. Slóðina má finna á heimasíðu Hafnarborgar og á facebook síðu safnsins.

RELATED LOCAL SERVICES