Virði menningar á Norðurlöndum

Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum – norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð

Hornsteinn eða hornreka? Virði menningar á Norðurlöndum í fortíð, nútíð og framtíð
23. mars kl. 17.00-18.15

  • Hvaða hlutverki hefur menningin gegnt í norrænu samstarfi þá hálfu öld sem liðin er frá stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar?
  • Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á norrænt menningarlíf?
  • Hvaða hlutverki mun menningin gegna í norrænu samstarfi í framtíðinni?

Þessum spurningum verður velt upp í umræðum norrænna listamanna, íbúa og stjórnmálafólks. Umræðurnar fara fram á skandínavísku. Meðal þátttakenda eru:
– Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri
– Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar
– Tue West, danskur tónlistarmaður
– Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og stjórnarmaður í Norræna menningarsjóðnum
– Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
– Ann-Sofie Stude, sendiherra Finna á Íslandi

Hvaða hlutverki hefur menningarlífið gegnt í norrænu samstarfi í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar? Hvaða áhrif hefur kórónuveirufaraldurinn haft á norrænt menningarlíf? Hvaða hlutverki mun menningin gegna í norrænu samstarfi í framtíðinni? Þessum spurningum verður velt upp í umræðum stjórnmálafólks, íbúa og fulltrúa menningarlífsins

Samstarf í menningarmálum er hornsteinn norræns samstarfs og er einnig mikilvægur liður í þeirri framtíðarsýn forsætisráðherranna að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þess vegna efna Norræna húsið í Reykjavík og Norræna félagið á Íslandi til pallborðsumræðna um virði norrænnar menningar og menningarsamstarfsins í fortíð, nútíð og framtíð.

Dagskrá

  • Sjónarhorn: Norrænar menningarstofnanir – Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
  • Sjónarhorn: Pólitískt samstarf – Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi
  • Sjónarhorn: Borgaralegt samfélag á Norðurlöndum – Hrannar Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi
  • Sjónarhorn: Formennska Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni – Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands á Íslandi

Umræður

Pallborðið mun:

  • Gefa sögulegt sjónarhorn á virði norræns menningarsamstarfs.
  • Varpa ljósi á hvernig heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft áhrif á menningarlíf á Norðurlöndum.
  • Ræða hvaða þemu og hvaða hlutverki menning mun gegna í norrænu samstarfi í framtíðinni.

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri
  • Tue West, tónlistarmaður
  • Björn Rafnar Ólafsson, menntaskólanemi í Norður-Atlantshafsbekknum (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse)
  • Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og stjórnarmeðlimur Norræna menningarsjóðsins
  • Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík

Hugleiðingar í lok umræðnanna: Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar.

Fundarstjóri: Sif Gunnarsdóttir, varaformaður Norræna félagsins á Íslandi.

Að lokum mun Söngsveitin Fílharmónía flytja tvö norræn lög.

Viðburðurinn fer fram á skandinavískum tungumálum.

Viðburðurinn verður í streymi en einnig fyrir takmarkaðan fjölda gesta í Norræna húsinu sem geta skráð sig þegar nær dregur.

RELATED LOCAL SERVICES