Línur 

Samsýning
Línur
Salir 01-05
01.02.20 – 03.05.20

Átta listamenn frá sex ólíkum löndum og fjórum heimsálfum: Hong Kong, Litháen, Japan, Þýskalandi, Mexíkó og Túnis, „draga línur”. Línurnar verða til í gegnum ólík listform í þeim tilgangi að eiga samskipti við umheiminn. Sýningin Línur tengir Ísland við fjarlæga og framandi menningarheima í gegnum myndlist. Hluti verkanna er staðbundinn, þ.e. unninn sérstaklega inn í rýmið í Listasafninu á Akureyri. Meðal þess sem verður til í rýminu eru kontrapunktar þar sem verkin ýmist trufla eða bæta við hvert annað.

Titill sýningarinnar vísar til tenginga milli landa, milli listforma, milli listamanna og við samfélagið. Lína er ljóðræn, listræn fegurð, sem talar við samfélagið á opinn og hlutlausan hátt. Allt er spurning um sjónarhorn, hvert „horn“ afhjúpar eitthvað nýtt og verður hvati að ólíkum samtölum. Sýning sem þessi skapar skilning í gegnum samskiptin sem eiga sér stað milli listforma og menningarheima – slíkt leiðir af sér aukið umburðarlyndi og samkennd.

Þátttakendur: Almuth Baumfalk, Þýskalandi, Armando Gomez, Mexíkó, Hiro Egami, Japan, Rym Karoui, Túnis, Miyuki Kido, Japan, Kristine Schnappenburg, Þýskalandi, Saulius Valius, Litháen, Lap Yip, Hong Kong.

Sýningarstjóri: Mireya Samper.

Kaupvangsstæti 8 600 Akureyri

461 2610

[email protected]

listak.is


01.02.20 - 03.05.20


CATEGORIES




iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      The Space Betweenm i n u i t and Nina Fradet

      The Space Betweenm i n u i t and Nina Fradet

      The Space Between m i n u i t and Nina Fradet VERNISSAGE: March 30th from 18:00 Musical performance by Ʒeb ənd Iːw ...

      Anne Herzog “ Mountain of forgotten dreams“

      Anne Herzog “ Mountain of forgotten dreams“

      " Mountain of forgotten dreams" Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur listamaður og listakennari sem vinnur í hin...

      Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý

      Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý

      Dagana 30. júní - 3. júlí n.k. verður samsýning á verkum Teréziu & Enaldo í Litla Gallerý Strandgötu 19 Hafnarfirði....

      Kári Ei­ríks­son

      Kári Ei­ríks­son

      Kári fædd­ist á Þing­eyri í Dýraf­irði þann 13. fe­brú­ar 1935. For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Þor­steins­son, kaup­fé­...