Ágústa Kristófersdóttir leiðsögn verk úr safneign

„Frá Hafnarfirði“ eftir Jón Engilberts

Ágústa Kristófersdóttir, fyrrum forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri sýningarinnar Hafnarfjörður verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 14. mars kl. 14 en það mun vera síðasti sýningardagur sýningarinnar.

Það er ekki bara Hafnfirðingum sem þykir Hafnarfjörður fallegur, heldur hefur samspil byggðarinnar og hraunsins í Hafnarfirði sömuleiðis heillað marga listmálara í gegnum tíðina. Í safneign Hafnarborgar eru fjölmörg verk sem tengjast bænum, þau elstu frá því snemma á 20. öld. Á sýningunni gefst gestum tækifæri til að sjá hvernig staðarandi bæjarins birtist í myndlistarverkum frá því á síðustu öld. Hér má sjá bæinn í gegnum augu listamanna, þar á meðal helstu meistara íslenskrar myndlistar. Meðferð þeirra á viðfangsefninu er hefðbundin, fígúratíf nálgun þar sem þekkja má fyrirmyndina úr veruleikanum.

Hafnarfjörður er einstaklega myndrænn bær og náttúran umhverfis býður einnig upp á mikilfengleg sjónarhorn. Fyrir utan Reykjavík eru fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi myndefni jafn margra listaverka og Hafnarfjörður. Verkin sem nú eru sýnd eru mörg úr stofngjöf hjónanna Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar sem ráku apótek í húsnæði Hafnarborgar um áratuga skeið. Hluti verkanna hefur undanfarin ár hangið í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

Í safnkosti Hafnarborgar eru mun fleiri verk sem hafa bæinn að viðfangsefni en þau sem hér eru sýnd og mörg þeirra hanga í stofnunum bæjarins gestum þeirra og starfsmönnum til ánægju og yndisauka. Má þar nefna verk eftir hafnfirska listamenn á borð við Svein Björnsson og Gunnlaug Stefán Gíslason. Hafnarborg hefur á síðustu árum varpað ljósi á þá sýn sem listamenn samtímans hafa á bæinn í gegnum sýningar og gefst nú tækifæri til að rifja upp nálgun fyrri tíma á bæinn við fjörðinn og nágrenni hans.„Frá Hafnarfirði“ eftir Jón Engilberts

„Frá Hafnarfirði“  máverk eftir Jón Engilberts

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Nína Tryggvadóttir, Hörður Ágústsson, Jóhannes Kjarval, Jón Gunnarsson, Greta Björnsson og Jón Engilberts.

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland