Þula – Kasbomm

Auður Ómarsdóttir – Kasbomm
16. september – 15. október 2023

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á einkasýningu Auðar Ómarsdóttur, KASBOMM sem opnar í Þulu laugardaginn 16. september klukkan 17:00.

Verkin á sýningunni Kasbomm endurspegla vinnuferli Auðar síðastliðna mánuði sem hefur litast af því ástandi að vera barnshafandi. Hringform, litagleði og plöntuvöxtur eru áberandi þemu sem má sjá í verkum hennar. Sýningin er að mörgu leyti frásögn af því hvernig barnshafandi kona þreifar fyrir sér í nýjum upplifunarheimi og hvernig hún færir hann í myndrænt form.

Kasbomm er fjórtánda einkasýning Auðar en hún hefur verið virk í sýningarhaldi hérlendis og erlendis síðastliðinn áratug.

Auður Ómarsdóttir (f.1988) býr og starfar í Reykjavík. Auður hlaut BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og MA gráðu frá Listaháskólanum í Bergen 2021. Auður var tilnefnd til hvatningarverðlauna Myndlistarverðlauna Íslands 2018 og situr í stjórn Nýlistasafnsins. Auður vinnur myndlist sína einna helst í málverki, en hefur þó unnið mikið í blandaða miðla í gegnum sinn feril. Þar má nefna skúlptúr, ljósmyndun, vídjó og teikningu.

Líkamleiki og eftirtektarsemi spila stóra rullu í sköpunarferli hennar. Verk Auðar eru iðulega á einn eða annan hátt sjálfsævisöguleg en innblásturinn kemur jafnan frá persónulegum atburðum, þáttum í nærumhverfi eða af internetinu sem Auður yfirfærir í myndrænt tungumál sitt. Verk Auðar fjalla jafnan um þá tilraun til þess að knýja fram harmóníu í andstæðum. Hún vinnur oft meðvitað þvert á stíla en hún álítur þversögnina frumafl í vinnuferli sínu, þar sem hún upplifir veröldina þversagnakennda og tilviljanakennda. Það endurspeglast í verkum Auðar.

Grandagarður 20 101 Reykjavík

771-8010

[email protected]

thula.gallery/


16. september - 15. október 2023


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Jóhann S. Vilhjálmsson

      Jóhann S. Vilhjálmsson

      Ritaðar myndir – listamanns- og sýningarstjóraspjall Laugardaginn 22. apríl kl. 14 Laugardaginn 22. apríl kl. 14 verðu...

      Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran

      Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran

      Leiðsögn listamanna – Iðavöllur: Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran Laugardag 12. júní kl. 14.00 í Hafnarhúsi ...

      Bassaleikararnir Þorgrímur Jónsson og Leifur Gunnarsson

      Bassaleikararnir Þorgrímur Jónsson og Leifur Gunnarsson

      Borgarbókasafnið Library Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn Reykvíkinga og er öllum opið Bassaleikararnir Þorgrím...

      Myrkmas Christmas Concert

      Myrkmas Christmas Concert

      The annual Myrkmas concert will be held, for the first time, on the 10th of December at Dillon. The surfing supe...