Gerðuberg – Sjáðu fegurð þína

Gerðuberg – Sjáðu fegurð þína
26. október – 30. desember 2023

Myndlistarsýningin, Sjáðu fegurð þína, opnar í sýningarsal Borgarbókasafns Gerðubergs fimmtudaginn 26. október, kl. 17:30-19:00.

Um er að ræða fyrstu einkasýningu með myndverkum og skúlptúrum Kristínar Ómarsdóttur, rithöfundar, ljóð- og leikskálds og er sýningin upptaktur að samnefndu ritþingi um skáldskap og listferil Kristínar, sem verður haldið laugardaginn 28. október 2023 í Tjarnarbíói í Reykjavík á vegum Borgarbókasafnsins.

Á sýningunni gefur að líta myndlistarverk Kristínar sem spanna nokkra áratuga skeið og gefa innsýn inn í fagurfræði hennar og skáldskaparheim en hún á orðið stórt safn tví- og þrívíðra verka sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Sýningin skapar ný tækifæri til að kynnast höfundarverki skáldsins og henni sjálfri á forsendum myndlistar, en verkin búa yfir einstökum töfrum þess að vera sköpuð af persónulegri tjáningarþörf án þess að hafa sýningu sem útgangspunkt.

Sýningarstjóri er Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, myndlistarmaður.

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun og leiðsögn um sýninguna í Borgarbókasafninu Gerðubergi – upphitun fyrir ritþingið Sjáðu fegurð þína í Tjarnarbíói, laugardaginn 28. október.

Sýningin mun standa frá 26. október og út árið 2023.

Nánari upplýsingar um sýninguna

Gerðuberg 111 Reykjavík

411 6170

[email protected]

borgarbokasafn.is


26. október - 30. desember 2023


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Lawrence Weiner & Birgir Andrésson

      Lawrence Weiner & Birgir Andrésson

      Lawrence Weiner & Birgir Andrésson Fyrri hluti: 30. mars - 13. maí 2023 Seinni hluti: 25. maí - 1. júlí 2023 i8...

      Jón Stefánsson

      Jón Stefánsson

      Jón Stefánsson listmálari fæddist á Sauðárkróki 22.2. 1881 Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám ...

      Magnús Tómasson

      Magnús Tómasson

      Magnús Tómasson er fæddur 29. apríl 1943. Magnús stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við konunglegu list...

      Rósa Gísladóttir

      Rósa Gísladóttir

      Rósa Gísladóttir. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir. Leiðsögn listamanns: Loftskurður Sunnudag 14. ágúst kl. 14.00 í ...