Saga úr jörðu Hofstaðir í Mývatnssveit

Leiðsögn og fyrirlestur

Þriðjudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir, verkefnastjóri sýningarinnar og dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi uppgraftarins á Hofstöðum munu halda stutta kynningu í fyrirlestrasal og ganga svo með gesti um sýninguna í Bogasal.

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild sem spannar allt frá víkingaöld fram til okkar daga. Þar hafa farið fram fornleifarannsóknir, þær fyrstu í byrjun 20. aldar en viðamestar hafa þær verið seinustu þrjá áratugi. Grafinn var upp gríðarstór veisluskáli frá víkingaöld sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Þá var grafinn upp kirkjugarður á Hofstöðum sem í hvíldu einstaklingar sem tengdir voru fjölskylduböndum. Beinin veita áhugaverðar upplýsingar um líf og aðstæður fólksins.

Sýningin Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit er unnin í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands

Sjá hér fyrirlesturinn.

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild sem spannar allt frá víkingaöld fram til okkar daga. Þar hafa farið fram umfangsmiklar fornleifarannsóknir, þær fyrstu í byrjun 20. aldar en viðamestar hafa þær verið síðustu þrjá áratugi. Grafinn var upp gríðarstór veisluskáli frá víkingaöld sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Þá var rannsakaður kirkjugarður á Hofstöðum sem í hvíldu einstaklingar sem tengdir voru fjölskylduböndum. Beinin veita áhugaverðar upplýsingar um líf og aðstæður fólksins.

Sýningin Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit er unnin í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands.

Til þess að hægt sé að halda nándarmörkum verður takmarkað sætaframboð í salnum. Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum Teams livestream og vistaður á Youtube rás safnsinsHrönn Konráðsdóttir og Eva Kristín Dal, verkefnastjórar sýningarinnar, munu fjalla um rannsóknir á Hofstöðum á fyrrihluta 20. aldar Sjá hér fyrirlesturinn.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Teikning: Daniel Bruun af skálatóftinni á Hofstöðum árið 1908. Mynd frá Nationalmuseet í Danmörku.

Hofstaðir í Mývatnssveit hafa verið í eigu og umsjón ríkisins síðan í júlí 2015, eftir að eigendur jarðarinnar féllu frá. Að mati starfshópsins sameinar Hofstaðalandið það besta sem náttúra og saga Mývatns- og Laxársvæðisins hefur upp á að bjóða og hefur ótvírætt varðveislugildi. Á síðastliðnum áratugum hafa farið þar fram umfangsmiklar náttúru- og fornleifarannsóknir og meðal annars hafa fundist þar merkar fornminjar, sem talið er að megi rekja aftur til landnámsaldar. Ljóst er að staðurinn hefur að geyma fleiri minjar og til að mynda uppgötvaðist þar á dögunum stæðilegur eldaskáli fá víkingaöld, sem bætir enn við þekkingu á svæðinu og gerbreytir skilningi á Hofstöðum og miðstöðvarhlutverki staðarins á víkingaöld. Lesa meira hér.

Með samvinnu að leiðarljósi – Ávinningur sameiginlegs þekkingarseturs á Hofstöðum
Október 2016. Útgefandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skoða skýrsluna hér

RELATED LOCAL SERVICES