Lóa Björk Bragadóttir

Lóa Björk hefur haldið um 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og ýmsri menningarstarfsemi hér á landi og víðs vegar um heiminn síðast liðin ár. Hún lauk mastersnámi í myndlist úr listaháskólanum „École Supérieure des Beaux Arts“ í Frakklandi og lærði kvikmyndagerð í Paul Valéry háskóla í Montpellier. Hún kennir listgreinar auk þess að vera kennslustjóri Listnámsbrautar ME og vinnur að eigin myndlistarsköpun samhliða á vinnustofu sinni, Réttinni í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hún var valin bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs 2008 og hlaut nýverið viðurkenningu Menningarráðs a fyrir þátttöku í 10 ára menningarsamstarfi milli Austurlands, N-Írlands og Vesterålen í Norður Noregi þar sem hún hefur verið gestalistamaður. Hún situr nú í stjórn SAM-félagsins, grasrótarsamtökum um skapandi greinar á Austurlandi.

Náttúruöflin eru ein helsta uppspretta hugmynda í verkum Lóu. Hin sífellda hreyfing og umbreyting sem á sér stað í náttúrunni eru þeir meginþættir sem liggja til grundvallar verka hennar. Hún hefur unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega með málverkið, oftast á óhlutbundinn hátt með blandaðri tækni á pappír eða striga

 

 

Listakonan Ólöf Björg Bragadóttir, betur þekkt sem Lóa, er fulltrúi Íslendinga á alþjóðlegri myndlistarsýningu sem nú stendur yfir í Marseille í Frakklandi. sjá nánar hér

Lóa Björk Bragadóttir Myndlistamaður

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Saga listasafna á Íslandi

      Saga listasafna á Íslandi

      Sigurjón Baldur Hafsteinsson ritstjóri bókarinnar Fletta bókinni hér Bókin Saga listasafna á Íslandi. Í bókinni er...

      Kristinn G. Jóhannsson

      Kristinn G. Jóhannsson

        Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér...
      Samtímalist fyrir byrjendur, frá sýningunni Í hlutarins eðli

      Leiðsögn: Án titils – samtímalist fyrir byrjendur

      Leiðsögn: Án titils – samtímalist fyrir byrjendur

      Fimmtudag 5. apríl kl. 20.00 í Hafnarhúsi Listasafn Reykjavíkur býður upp á létta leiðsögn um valdar sýningar í Hafnarh...

      Herhusid – Artist in residence

      Herhusid – Artist in residence

      The Herhús, artist-in-residence home and workshop, opened in 2005. Located in the centre of Siglufjordur next to all ser...