Myrkraverk: Leiðsögn listamanna

Myrkraverk, Verk eftir Sigurð Ámundason (til vinstri) og Jóhönnu Bogadóttur (til hægri).

Verk eftir Sigurð Ámundason (til vinstri) og Jóhönnu Bogadóttur (til hægri).

Sunnudag 11. febrúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Listamennirnir Sigurður Ámundason og Jóhanna Bogadóttir taka þátt í leiðsögn um sýninguna Myrkraverk.

Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim. Hvort tveggja endurspeglar mannlega tilvist, samskipti, tilfinningar og hugarástand. Sýningin er uppfull af dularfullum og spennandi verkum sem kveikja á ímyndunaraflinu einmitt á myrkasta tíma ársins.

Hér mætast ólíkar kynslóðir listamanna:
Alfreð Flóki (1938–1987)
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971)
Jóhanna Bogadóttir (1944)
Kristinn Pétursson (1896–1981)
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
Sigurður Ámundason (1986)

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24 105 Reykjavík

+354 411 6420

[email protected]

listasafnreykjavikur.is/kjarvalsstadir


11. febrúar 2018 kl:14:00


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Draumabyrjun: MAGNÚS THORLACIUS

      Draumabyrjun: MAGNÚS THORLACIUS

        https://www.youtube.com/watch?v=W_kblF0cOrE Draumur lifnar við Hvað átti að taka síðan við? Ég bið...

      Töfrafundur – áratug síðar opnuð

      Töfrafundur – áratug síðar opnuð

      Laugardaginn 20. mars verður sýningin Töfrafundur – áratug síðar opnuð í Hafnarborg eftir spænsk-íslenska myndlistartvíe...

      B. Ingrid Olson

      B. Ingrid Olson

      20. janúar - 20. desember 2023 B. Ingrid Olson ...

      Litla Gallerý

      Litla Gallerý

      Litla Gallerý var formlega opnað þann 12.09.2019 með heiðursýningu á verkum Ketils Larsen listamanns sem lést árið 2018....