Yfirlitssýning á verkum Daða Guðbjörnssonar

Listasafn Reykjanesbæjar opnar yfirlitssýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar og á þessum tímamótum gefur hann safninu 400 grafík verk sem eru frá árunum 1978-2020.
Sýningin mun opna fyrir almenning laugardaginn 17. október og standa yfir til 29. nóvember, vegna aðstæðna verður opnunarhóf þegar Víðir leyfir. Sýningastjóri er Aðalsteinn Ingólfsson og skrifar hann einnig í sýningaskrá meðal annars: Fyrir blöndu tilviljana og ásetnings hefur Listasafn Reykjaness á undanförnum misserum eignast umtalsvert magn merkilegra grafíkverka eftir íslenska og erlenda listamenn. Þegar við bætast hundruð grafíkverka eftir Daða Guðbjörnsson, er deginum ljósara að Listasafn Reykjaness er skyndilega orðið stærsta safn grafíklistaverka á landinu. Þessi staðreynd gerir safninu kleyft að marka sér sérstöðu í samfélagi íslenskra safnastofnana, kjósi aðstandendur þess að fara þá leið.
Gjöf Daða Guðbjörnssonar hefur raunar sérstaka þýðingu í því samhengi. Því burtséð frá almennum listrænum sérkennum og myndlistarlegri þýðingu verka hans á breiðum grundvelli, sem fjallað hefur verið um annars staðar, (m.a. í sýningarskrá vegna einkasýningar listamannsins í Listasafni Reykjaness árið 2016), þá er gjöfin einstök sýnisbók grafíktækninnar. Nær öll afbrigði hennar er þar að finna, að undanskildri messótintu, sem listamaðurinn segist hafa leitt hjá sér vegna þess hve tímafrek hún er, auk þess sem hún „passaði ekki við þann áfangastað sem hann var að leita að“, að því listamaðurinn segir. Þarna eru tréristur, dúkristur, steinprent, koparætingar, sáldþrykk, einþrykk, offset þrykk og blönduð verk, þar sem tvö eða þrjú prentafbrigði eru saman komin. Að ógleymdum handlituðum eða yfirprentuðum þrykkjum í öllum regnbogans litum. Uppáfinningarsemi listamannsins virðast engin takmörk sett. Er ljóst að þarna er að finna hráefni bæði til sýninga og margháttaðra kennslufræðilegra tilrauna með nemendum í myndmennt. Listasafn Reykjaness hefur einmitt lagt sig fram um að vinna með skólum í bæjarfélaginu.Listamannaspjall Helga með Ðaða sjá hér

Sjá videó frá Listasafn Reykjanes skoða hér

Safnahúsum Duusgötu 2-8 230 Reykjanesbær

420 3245

[email protected]

listasafn.reykjanesbaer.is/


Sýningatími: 17. OKTÓBER 2020 - 29. NÓVEMBER 2020


CATEGORIES


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Ásrún Kristjánsdóttir

   Ásrún Kristjánsdóttir

   Ásrún Kristjánsdóttir   Leit að öðrum sannleik  Sjá meirahér UPPHAFIÐ má rekja til þess að ég var beðin að...
   Myrkraverk, Verk eftir Sigurð Ámundason (til vinstri) og Jóhönnu Bogadóttur (til hægri).

   Myrkraverk: Leiðsögn listamanna

   Myrkraverk: Leiðsögn listamanna

   Sunnudag 11. febrúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum Listamennirnir Sigurður Ámundason og Jóhanna Bogadóttir taka þátt í lei...

   „Kristnihald undir Jökli“

   „Kristnihald undir Jökli“

   Anne Herzog Anne Herzog er fædd 1984. Hún er franskur listamaður og listakennari sem vinnur í hina ýmsu listmiðla. Hún...

   Hrynjandi – sýningarstjóraspjall og sýningarlok

   Hrynjandi – sýningarstjóraspjall og sýningarlok

   Hrynjandi – sýningarstjóraspjall og sýningarlok Sunnudaginn 22. ágúst kl. 14.00 Sýningunni Hrynjandi, þar sem sjá má...