Litla Gallerý – Nánd

Í sýningunni kannar listamaðurinn óljós mörk þess fjarlæga; þar sem draumar okkar dvelja, heim ævintýra, væntinga og vonar og þess sem er okkur horfið, og síðan þess nálæga; rýmið sem við dveljum í, heimilið, lífið í garðinum, lífið í fiskabúrinu í stofunni, jörðina undir fótum okkar. Úr ljósmyndum sem listamaðurinn tók í nærumhverfi sínu skapar hún draumkenndar klippimyndir sem birta þrá eftir hinu fjarlægja, þess sem ekki er hægt að snerta, og kannski einmitt í þessum samruna þessa nálæga og þess fjarlægja finnur listamaðurinn nándina.

Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki fjölbreyttan feril sem myndlistarkona, rithöfundur, gjörningalistakona, leikari og leikstjóri. Hún gerir klippimyndir sem hún vinnur að miklu leyti upp úr eigin ljósmyndum en einnig endurvinnur hún gömul tímarit og gamlar ljósmyndir og nýtir í verk sín. Eyrún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningu. Hún hefur brennandi áhuga á gjörningalist og innsetningum og hefur haldið nokkra ljóðagjörninga og leikið sér með ljóðinnsetningar. Þá hefur hún hefur sent frá sér bæði skáldsögur og ljóðabækur. Eyrún hefur leikstýrt bæði leikritum, stuttmyndum og kvikmynd í fullri lengd. Hún hefur leikið fjölbreytt hlutverk í leikritum, gjörningum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, auk þess sem hún hefur sent frá sér röð hlaðvarpsleikrita með leikhópi sínum, Listahópnum Kvistur. Þá hefur Eyrún einnig haldið úti hlaðvarpi og verið með útvarpspistla um friðar- og trúmál.

Aðferð: Klippimyndir sem listamaðurinn vinnur að miklu leyti upp úr eigin ljósmyndum en einnig endurvinnur hún gömul tímarit og gamlar ljósmyndir og nýtir í verk sín.

Sýningaropnun verður 7. desember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 8. desember 13:00 – 20:00
Laugardagur 9. desember 13:00 – 18:00
Sunnudagur 10. desember 13:00 – 18:00

RELATED LOCAL SERVICES