Saga listasafna á Íslandi

Sigurjón Baldur Hafsteinsson ritstjóri bókarinnar

Fletta bókinni hér

Bókin Saga listasafna á Íslandi. Í bókinni eru 25 ritgerðir um jafnmörg listasöfn í landinu, eftir 26 höfunda. Um eitt hundrað myndir eru í bókinni sem er 568 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og ritstjóri er Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.

Listasöfn víða um land leika lykilhlutverk í menningarlífi þjóðarinnar. Frá því að fyrsta listasafnið var stofnað árið 1884 hafa fjölmörg listasöfn verið stofnsett víða um land. Starfsemi þeirra hefur tekið margvíslegum breytingum og tekur mið af breyttum aðstæðum í listum og íslensku samfélagi. Í bókinni er gerð grein fyrir sögulegri þróun þessara stofnana, frá stofnun þeirra til dagsins í dag.

Fjallað er um eftirfarandi söfn í bókinni:
Listasafn Íslands, Safn Einars Jónssonar, Listasafn Vestmannaeyja, Listasafn Alþýðusambands Íslands, Listasafn Ísafjarðar, Listasafn Árnesinga, Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs, Listasafn Borgarness, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið, Myndlistarsafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Listasafn Háskóla Íslands, Listasafn Fjallabyggðar, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Hafnarborg, Listasafnið á Akureyri, Listasafnið í Reykjanesbæ, Safnasafnið, Listasafn Svavars Guðnasonar, Sveinssafn, Hönnunarsafn Íslands, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Safn: Einkasafn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, og Vatnasafnið.

Listræn þjóð

Sigurjón segir að í bókina vanti fjögur söfn. „Stærsta listasafn landsins er Þjóðminjasafn Íslands sem geymir miðaldalistina. Um það er ekki fjallað sérstaklega í bókinni en Heiða Björk Árnadóttir kemur inn á það í ritgerð sinni um Listasafn Íslands. Sambúð Þjóðminjasafnsins og Listasafns Íslands var mjög náin fram undir 1950 þegar ákveðinn viðskilnaður varð. Það vantar líka ritgerð um safn Ásgríms Jónssonar sem var starfrækt sérstaklega á árunum 1960-1987 en fór síðan undir verndarvæng Listasafns Íslands. Svo vantar tvö söfn sem sem ég vissi ekki af og virðast hafa verið á fárra vitorði: Listasafn á Akranesi og annað listasafn á Sauðárkróki. Þegar ég uppgötvaði þessi tvö söfn þá hugsaði ég með mér að gildi þessarar bókar kæmi þarna mjög vel í ljós. Bókin getur mögulega orðið til þess að gera fólki grein fyrir því hvað við erum með í handraðanum og eflt um leið vitund og vilja til að styðja við menningu.“ Lesa meira um þetta í viðtali við Baldur í Fréttablaðinu , klikka hér

 

Efnisyfirlit: Saga listasafna á íslandi

Aðfararorð Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Listasafn Íslands (1884) Heiða Björk Árnadóttir

Listaafn Einars Jónssonar (1923) Sigríður Melrós Ólafsdóttir

Listasafn Vestmannaeyja (1932) Kári Bjarnason

Listasafn Alþýðusambands Íslands (1961) Ragnheiður Pálsdóttir

Listasafn Ísafarðar (1963) Helga Þórsdóttir

Listasafn Árnesinga (1963) Inga Jónsdóttir.

Gerðarsafn Gerðarsafn (1966) Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

Listasafn Borgarness (1970) Guðrún Jónsdóttir.

Listasafn Reykjavíkur (1973) Eiríkur Þorláksson.

Nýlistasafnið (1978) Bergsveinn Þórsson.

Myndlistarsafn Þingeyinga (1978) Jóhannes Dagsson.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur (1980) Helgi Máni Sigurðsson.

Listasafn Háskóla Íslands (1980) Auður Ava Ólafsdóttir

Listasafn Fjallabyggðar (1980) Anita Elefsen og Örlygur Kristfinnsson

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (1984) Aðalsteinn Ingólfsson

Hafnarborg (1988) Ágústa Kristófersdóttir

Listasafnið á Akureyri (1993) Arndís Bergsdóttir

Listasafnið í Reykjanesbæ (1994) Valgerður Guðmundsdóttir

Safnasafnið, Alþýðulistasafn Íslands (1995) Niels Hafstein

Listasafn Svavars Guðnasonar (1995) Björg Erlingsdóttir

Sveinssafn (1998) Erlendur Sveinsson

Hönnunarsafn Íslands (1998) Harpa Þórsdóttir

Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar (2001) Smári Geirsson

Safn: Einkasafn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur (2003) Edda Halldórsdóttir

Vatnasafnið (2007) Guðni Tómasson

Fletta bókinni hér

RELATED LOCAL SERVICES