Gunnar Örn Gunnarsson

Gunnar Örn Gunnarsson myndlistamaður  (fæddur 2. desember 1946 í Reykjavík, látinn 28. mars 2008 í Reykjavík) . Verk hans eru nú á söfnum á Íslandi en einnig í Guggenheim safninu í New York, Sezon Museum í Tókýó, Moderna museet og National Museum í Stokkhólmi.

Gunnar hélt margar einkasýningar en fyrsta einkasýning hans var á Íslandi var árið 1970. Hann hélt til dæmis sex einkasýningar í Kaupmannahöfn, tvær í New York og eina í Feneyjum. Seinustu einkasýningu sína hélt hann í Gallerí Kambi í maí 2007 í tilefni af sextugsafmæli sínu. Hann tók  þátt í mörgum samsýningum á Íslandi, Norðurlöndunum, London, París, Moskvu, New York, Chicago og Tókýo.

„Á andlegu ferðalagi“

Gunnar Örn fluttist í sveitina fyrir tólf árum og býr nú, að sögn, í mótífinu. Hann opnaði í byrjun maí Gallerí Kamb á bæ sínum og segist ætla að sýna þar það sem hann vill sjálfur sjá.
Að vera í takt við tímann hefur löngum þótt nauðsynlegt fyrir listamenn á hvaða sviði sem er, ekki hvað síst í myndlistinni  – þar sem vindar breytinga blása hvasst og reglulega. Vei þeim sem ekki láta berast með – þeir eru skildir eftir úti í kuldanum og koma að luktum dyrum í hlýjum sölum þeirra hlýðnu. Vissulega er hér fast kveðið að orði en það er þó staðreynd að til eru listamenn sem ekki leggja höfuðáherslu á að gera eins og hinir og liða oft fyrir það – fara sínar eigin leiðir, svo notuð sé vel þekkt klisja. Gunnar Örn listmálari er listamaður af þeim meiðinum sem finnst mikilvægast að vera i takt við sjálfan sig. Gunnar treystir best sjálfum sér og sinni dómgreind til að kunna skil á þvi hvað sé – og hvað sé ekki – list. Í DV 1998 sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

101 Reykjavík


1946 - 2018


CATEGORIES



iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Ásgrímur Jónsson

      Ásgrímur Jónsson

      Ásgrímur Jónsson var einna fyrstur íslenskra listmálara til að ferðast um landið og festa íslenskt landslag á léreft. Ha...

      Ravens and other wise creatures

      Ravens and other wise creatures

      There is a vernissage at KIMIK's annual exhibition on 1 April at 15 at Nuuk Art Museum. KIMIK's exhibitions are chara...

      Gunnlaugur Scheving

      Gunnlaugur Scheving

      Gunnlaugur Scheving er einn helsti listamaður íslensku þjóðarinnar sem ruddi brautina fyrir ný viðhorf til myndlistar á ...

      Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

      Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

        Sýningaropnun – Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar Fimmtudag 14. október kl. 20.00 í Ásmundars...