Gunnar Örn Gunnarsson

Gunnar Örn Gunnarsson myndlistamaður  (fæddur 2. desember 1946 í Reykjavík, látinn 28. mars 2008 í Reykjavík) . Verk hans eru nú á söfnum á Íslandi en einnig í Guggenheim safninu í New York, Sezon Museum í Tókýó, Moderna museet og National Museum í Stokkhólmi.

Gunnar hélt margar einkasýningar en fyrsta einkasýning hans var á Íslandi var árið 1970. Hann hélt til dæmis sex einkasýningar í Kaupmannahöfn, tvær í New York og eina í Feneyjum. Seinustu einkasýningu sína hélt hann í Gallerí Kambi í maí 2007 í tilefni af sextugsafmæli sínu. Hann tók  þátt í mörgum samsýningum á Íslandi, Norðurlöndunum, London, París, Moskvu, New York, Chicago og Tókýo.

„Á andlegu ferðalagi“

Gunnar Örn fluttist í sveitina fyrir tólf árum og býr nú, að sögn, í mótífinu. Hann opnaði í byrjun maí Gallerí Kamb á bæ sínum og segist ætla að sýna þar það sem hann vill sjálfur sjá.
Að vera í takt við tímann hefur löngum þótt nauðsynlegt fyrir listamenn á hvaða sviði sem er, ekki hvað síst í myndlistinni  – þar sem vindar breytinga blása hvasst og reglulega. Vei þeim sem ekki láta berast með – þeir eru skildir eftir úti í kuldanum og koma að luktum dyrum í hlýjum sölum þeirra hlýðnu. Vissulega er hér fast kveðið að orði en það er þó staðreynd að til eru listamenn sem ekki leggja höfuðáherslu á að gera eins og hinir og liða oft fyrir það – fara sínar eigin leiðir, svo notuð sé vel þekkt klisja. Gunnar Örn listmálari er listamaður af þeim meiðinum sem finnst mikilvægast að vera i takt við sjálfan sig. Gunnar treystir best sjálfum sér og sinni dómgreind til að kunna skil á þvi hvað sé – og hvað sé ekki – list. Í DV 1998 sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

Related Articles

  Andlitsmyndir Kjarvals

  Andlitsmyndir Kjarvals

  Staður viðburðar Kjarvalsstaðir Vikulegar hádegisleiðsagnir á miðvikudögum um sýninguna á Kjarvalsstöð...

  Elfar Guðni Þórðarson

  Elfar Guðni Þórðarson

  Elfar Guðni Þórðarson myndlistamaður frá Stokkseyri Elfar er sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann byrjaði að ...

  Fyrirvari – opin vinnustofa í aðdraganda sýningar

  Fyrirvari – opin vinnustofa í aðdraganda sýningar

  Fyrirvari – opin vinnustofa í aðdraganda sýningar  Frá 13. til 27. mars Frá 13. til 27. mars verður opin vinnustofa í ...

  Erró

  Erró

  Erró (Guðmundur Guðmudsson)fæddur í Ólafsvík 19.júli 1932. Bragi Ásgeirsson við viðtal við Erró 1968 sjá hér " Það...


101 Reykjavík


1946 - 2018


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland