Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson

Sigurður ólst upp á Ísafirði og síðar á Sauðárkróki. Hann var stúdent frá MA 1937 og lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands 1938. Sigurður stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1939 – ­1945. Eftir að hann kom heim frá námi hóf hann kennslu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1948 og starfaði þar samfleytt til ársins 1980. Hann var yfirkennari skólans um árabil. Sigurður hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hann sýndi verk sín m.a. í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi. Sigurður hélt alla tíð tryggð við sígilda landslagshefð í verkum sínum og var einn merkasti portrettmálari hérlendis. Hann var form. Félags íslenskra myndlistarmanna í áratug og var gerður að heiðursfélaga sama félags. Sigurður sat í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs frá stofnun hans 1965 til ársins 1981.

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

550 Sauðárkrókur


1916 - 1996


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Daði Guðbjörnsson listamálari

   Daði Guðbjörnsson listamálari

   Daði Guðbjörnsson (f. 12. maí 1954) Menntun: Myndlistaskólinn í Reykjavík 1969-1976, Myndlista- og handiðaskóli Íslands...
   tónn d-salaröð

   Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn 

   Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn 

   Miðvikudag 28. mars kl. 17 í D-sal, Hafnarhúsi Þrítugasti og þriðji listamaðurinn í D-salarröð Listasafns Reykjavíkur...

   Kjartan Guðjónsson

   Kjartan Guðjónsson

     Kjartan Guðjónsson opnar yfirlitsýningu í Hafnarborg í Hafnarfirðri, sem spannar tímabilið 1944-1991. Sjá nána...

   GUNNLAUGUR SCHEVING 1904 – 1972

   GUNNLAUGUR SCHEVING 1904 – 1972

   GUNNLAUGUR SCHEVING  1904 – 1972 Myndirnar á þessari síðu( sjá verk hér að ofan) sýna 5 stig í þróunarsögu eins af má...