Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson

Sigurður ólst upp á Ísafirði og síðar á Sauðárkróki. Hann var stúdent frá MA 1937 og lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands 1938. Sigurður stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1939 – ­1945. Eftir að hann kom heim frá námi hóf hann kennslu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1948 og starfaði þar samfleytt til ársins 1980. Hann var yfirkennari skólans um árabil. Sigurður hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hann sýndi verk sín m.a. í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi. Sigurður hélt alla tíð tryggð við sígilda landslagshefð í verkum sínum og var einn merkasti portrettmálari hérlendis. Hann var form. Félags íslenskra myndlistarmanna í áratug og var gerður að heiðursfélaga sama félags. Sigurður sat í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs frá stofnun hans 1965 til ársins 1981.

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

Related Articles

  LEIÐIR – JORIS RADEMAKER

  LEIÐIR – JORIS RADEMAKER

  LEIÐIR - JORIS RADEMAKER Sýningin opnar 6.mars kl. 14.00 Lifandi tónlist við opnun. Myndlistarmaðurinn Joris Ra...

  Íslensk hollusta (Icelandic Wholesomeness)

  Íslensk hollusta (Icelandic Wholesomeness)

  Biologist Eyjólfur Friðgeirsson knows nature pretty well. He is passionate about the harvesting of nature, which he sees...

  Sigfús Halldórsson

  Sigfús Halldórsson

  Sigfús Halldórsson fæddur 7. september 1920 – 21. desember 1996 var íslenskt myndlistamaður,tónskáld. Sigfús Halldórs...

  Safnahúsið við Hverfisgötu

  Safnahúsið við Hverfisgötu

  Fjársjóður á Hverfisgötunni Eitt af stásslegustu húsum höfuðborgarinnar er Safnahúsið við Hverfisgötu. Húsið var bygg...


550 Sauðárkrókur


1916 - 1996


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland