SOLASTALGIA GAGNAUKINN VERULEIKI

 • 5.7.2020 – 10.1.2021, Listasafn Íslands

Gagnaukinn veruleiki eftir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud.

Solastalgia er framlag Listasafns Íslands á Listahátíð í Reykjavík 2020.

Solastalgia er innsetning í gagnauknum veruleika (AR – augmented reality) eftir alþjóðlegt teymi listamanna úr ýmsum greinum þar sem samtímalist og einstakri hljóðhönnun er teflt saman til að skapa einstaka upplifun.

Gestir úr óþekktri framtíð ganga inn í 250 fermetra innsetningu með Hololens 2 höfuðbúnað og kanna jörðina eftir endalok mannkyns, þar sem dularfullt stafrænt ský, sem knúið er áfram af undarlegri vél, er það eina sem eftir stendur. Meðan gestirnir ganga um plánetuna þar sem mosi, brak, rústir og steingervingar hafa numið land birtast vofur mannfólks allt í kring og tjá hin gleðiríku, djúpstæðu og grimmu augnablik tilverunnar um alla eilífð.

Í dag trúum við heitar en nokkru sinni fyrr á framfarir sem verða í krafti tækniþróunar. Við erum tengd við netið hverja stund en okkar björtu, stafrænu framtíð stendur ógn af þeim fordæmalausu hamförum sem vofa yfir mannkyninu. Óeðlilegar sveiflur í loftslagi og hnignun lífvera kalla á hugleiðingu um það hversu viðkvæm siðmenning okkar er í raun og veru. Solastalgia endurspeglar þessa spennu á milli frelsunarmáttar tækninnar og vísindalegra útreikninga um válega framtíð.

Innsetningin varir í rúman hálftíma og geta 10 manns skoðað hana í einu. A

Related Articles

  Sólveig Eggerz Pétursdóttir

  Sólveig Eggerz Pétursdóttir

  Sólveig Eggerz Pétursdóttir Sólveig Eggerz Pétursdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands...

  Ragnar Þórisson

  Ragnar Þórisson

  Laugardaginn 13. mars kl. 16:00 opnar Ragnar Þórisson sýningu á málverkum í Gallery Port. Ragnar Þórisson stundaði nám ...

  Arkíf um Listamannarekin rými: Að búa sér til pláss

  Arkíf um Listamannarekin rými: Að búa sér til pláss

  Arkíf um Listamannarekin rými: Að búa sér til pláss Nýlistasafnið gefur út bókina Arkíf um Listamannarekin rými...
  Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa

  Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa

  Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa

  Leiðsögn með Magnúsi Gottfreðssyni, prófessor Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, veitir ges...


Fríkirkjuvegi 7 101 Reykjavik

515-9600

[email protected]

listasafn.is


5.7.2020 - 10.1.2021


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland