Listasafn Íslands – Leiðsögn um Glerregn

Leiðsögn sérfræðings um Glerregn
20. september kl. 14
Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg

Glerregn er innsetning eftir Rúrí frá árinu 1984 og er eitt fyrsta verk hennar í röð margra sem fjalla um tíma og ógnir. Verkið samanstendur af 500 flugbeittum og oddmjóum glerbrotum sem hanga líkt og mislangir hnífar í þyrpingu sem nær frá lofti og niður í golf. Þegar gengið er hjá verkinu fer loftið á hreyfingu þannig að glerbrotin taka að snúast.

Gæðastundir eru viðburðir sem ætlaðir eru eldri borgurum. Viðburðirnir eru samsettir af sérsniðnum leiðsögnum og spjalli við sérfræðinga safnsins um myndlist, yfirstandandi sýningar og starfsemi.

Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina og menningararf þjóðarinnar á margvíslegan hátt. Ávallt er boðið upp á kaffi og meðlæti á gæðastundum í Listasafni Íslands. Bakkelsið er í boði Brauðs og Co sem styrkir verkefnið.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Laufásvegur 12 101 Reykjavík

515 9600

[email protected]

listasafn.is/


20. september kl. 14


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Krakkaklúbburinn Krummi

      Krakkaklúbburinn Krummi

      Krakkaklúbburinn Krummi í Safnahúsinu við Hverfisgötu Listasafn Íslands, Safnahúsið við Hverfisgötu 11. febrúar kl. 14...

      Harry Bilson á Gallerí Fold

      Harry Bilson á Gallerí Fold

        Gallerí Fold kynnir einkasýningu Harry Bilson í Gallerí Fold, sýningartímabil  17. apríl - 2. maí. Fyri...
      Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur

      Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra

      Leiðsögn með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra

      Galdrar, glæpir og glæfrakvendi Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskr...

      Guðmundur Thoroddsen

      Guðmundur Thoroddsen

      HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun sýningar Guðmundar Thoroddsen Hundaholt, Hundahæðir, laugardaginn 6. júní kl. 16.00 ...