Þórður Hall

Þórður Hall stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi og Myndlista-og handíðaskóla Íslands. Hann var deildarstjóri og kennari við sama skóla um árabil. Þórður er fyrrverandi formaður Íslenskrar grafík. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi sem og erlendis, einnig hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann er víða að finna í opinberum söfnum.

Þórður Hall er listamaður dagsins.

Mynd hans heitir Fuglinn í fjörunni — í stórum dráttum einskonar hugleiðing um náttúruvernd. Tæknin er sáldþrykk.
Þórður Hall er fæddur 1949. Hann stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum um fim m ára skeið og var síðan í tvö ár við grafík nám við Listaháskólann í Stokkhólmi.
Hann kom heim í fyrrasumar. Þórður Hall hefur ekki haldið einkasýningu til þessa en tekið þátt í samsýningum heima og erlendis — síðast í Bergen. Þjóðviljinn desember 1975. Sjá meira hér

Mynd í Þjóðviljanum 1979.  Sjá hér

Graphica Atlantica 1987. Sjá meira hér

Þórður Hall sýnir í Borg

Þetta er fjórða einkasýning Þórðar. Hann hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum og er höfundur fjölda verka í eigu safna og opinberra stofnana. Þjóðviljinn nov. 1989.    Sjá meira hér

Þórður Hall í Leifsstöð
Nú stendur yfir kynning á málverkum eftir Þórð Hall myndlistarmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli. Félag íslenskra myndlistarmanna og Leifsstöð standa saman að þessari listkynningu. Öll verkin eru unnin í olíu á striga og er viðfangsefnið eins og oftí verkum Þórðar, náttúran, birtan og mismunandi tímaskeið í landslagi. Morgunblaðið feb. 1997. Sjá meira hér

Fjórða samsýning félagsins íslensk grafík, en sýning þessi er jafnframt 10 ára afmælissýning félagsins. Alls eru á sýningunni 112 grafíkmyndir eftir 17 listamenn og eru þær allar til sölu. Þórður Hall formaður félagsins.  Tíminn september 1979 Sjá meira hér

Þórður Hall sýnir hjá Ófeigi

Uppspretta að myndum Þórðarber íslensk náttúra; margbreytileiki hennar, samspil forma og ljóss í misjöfnum veðrum og árstímum, segir í fréttatilkynningu. Myndirnar eru allar unnar í olíu á striga. Morgunblaðið desember 1998. Sjá meira hér

Þorbjörg Þórðardóttir og Þórður Hall eru myndlistarmenn sem eyða löngum stundum saman. Þau búa í Fossvoginum við Skógræktina þar sem þau byggðu sér hús með vinnustofum fyrir þau bæði.
Þau reka ásamt níu öðrum myndlistarmönnum Meistara Jakob við Skólavörðustíg sem á eins árs afmæli innan skamms.

Saman allan sólar hringinn

Hjónakornin kynntust í Myndlista-og handíðaskólanum fyrir nær þrjátíu árum. Þau útskrifuðust bæði þaðan sem myndmenntakennarar. Saman fóru þau í framhaldsnám til Svíþjóðar, hún stundaði nám í Konstfackskólanum en hann í Konunglega listháskólanum í Stokkhólmi. Þorbjörg er veflistarkona en Þórður listmálari. Frá því þau luku námi hafa þau stundað kennslu ásamt listsköpun. Vikan okt.1999 . Sjá meira hér

Þórður Hall til liðs við Meistara Jakob
NÝVERIÐ hafa aðstandendur Meistara Jakobs Listhúss að Skólavörðustíg 5, bætt Þórði Hall myndlistarmanni í sinn hóp. Þórður hefur starfað lengi að myndlist og hefur haldið
margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Verk eftir Þórð eru í eigu helstu listasafna hérlendis og víða erlendis. Morgunblaðið águst 1999.    Sjá meira hér

 

Austurlensk kyrrð

ÞÓRÐUR Hall heldur nú einkasýningu í Listasafni Kópavogs. Til skamms tíma hefur gætt í verkum hans sterkra geometrískra áhrifa sem orsakað hafa vissa deyfð í verkum hans líkast því að þau væru gerð eftir skapalónum. Nú er allt í einu sem þessari sterku hólfun sé skákað með lýrísku pensilfari og litrænni tilfinningu svo nú eru þessi stærðfræðilegu gildi á hröðu undanhaldi fyrir einhverju sem kalla mætti austurlenska íhugun.     Morgunblaðið sepember 2000. Sjá meira hér

 

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES